Þarf að passa vel upp á fæturna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Innblástur í tísku kemur frá félögum hans í vinnunni og sportinu. Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira