Náttúruperla sem ekki varð námusvæði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 25. júlí 2019 09:00 Í Loðmundarskriðum er aragrúi af tjörnum og mikill gróður og fuglalíf. Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Víknaslóðir á Norðausturlandi eru tvímælalaust á meðal skemmtilegustu göngusvæða á Íslandi. Þarna eru sérlega litrík fjöll sem tróna á milli iðgrænna og djúpra fjarða. Einn af þeim er Loðmundarfjörður sem er með afskekktustu fjörðum á Íslandi þótt þangað sé hægt sé komast akandi á sumrin. Í austanátt getur verið þokusælt í Loðmundarfirði en í sunnan- og vestanátt er veðrið óvíða betra. Fyrir botni fjarðarins norðan megin eru Loðmundarskriður sem einnig kallast Stakkahlíðarhraun. Þótt útlitið geti minnt á hraun eru þetta menjar eftir eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi. Undir fjallinu Skúmhattarbrík losnaði risastór bergfylla sem steyptist niður næstum 6 km leið að botni fjarðarins. Þetta voru engar smá náttúruhamfarir því flatarmál berghlaupsins er 8 km2 og fallhæðin allt að 700 m. Til að sjá Loðmundarskriður vel verður að aka á jeppa eða ganga upp norðurhlíðar Loðmundarfjarðar. Þar opnast risastór fjallasalur litríkra líparítfjalla þar sem Skúmhattardalsbrík og Bungufell eru í aðalhlutverkum. Inn á milli óteljandi hóla leynast síðan tjarnir og lækir með kafloðnum bökkum. Flóran er afar fjölbreytt líkt og fuglalíf í kringum tjarnirnar. Þarna finnst perlusteinn sem er sjaldséð glerkennt afbrigði af líparíti en við hitun þenst vatnið í honum út og myndar glerfroðu sem svipar til vikurs og er stundum kallað perlít. Það er hægt að nota sem einangrunarefni í hús en í kringum 1960 var þetta svæði rannsakað með það fyrir augum að opna þarna námur og flytja út perlustein. Sem betur fer varð ekki af þeim áformum, enda Loðmundarskriður einhver helsta náttúruperla Austurlands. Ef vel er að gáð sjást þarna enn menjar af gömlum rannsóknarvegum sem vindar og vatn rembast við að útmá. Upp af Loðmundarskriðum er frábær gönguleið yfir í Borgarfjörð eystri sem kennd er við Kækjuskörð. Óhætt er að mæla með þessari göngu en efst býðst ógleymanlegt útsýni yfir Víknaslóðir og á leiðinni niður sést í Skúmhött og sjálfan Hvítserk. Ganga úr Loðmundarfirði yfir Kækjuskörð tekur daginn en sprækt göngufólk getur hæglega gengið út Borgarfjörð eystri, alla leið að Bakkagerði.Tjaldað við við tjörn í Loðmundarskriðum. Skúmhattardalsbrík í baksýn.Mynd/TGEyrarrós er víða í Loðmundarskriðum. Hér er horft í átt að Kækjuskörðum.Mynd/TG
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira