Vill veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni Birgir Olgeirsson skrifar 24. júlí 2019 12:21 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögurnar má sjá á samráðsgátt stjórnvalda en þar er meðal annars lagt til að veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni og aðgerðir sem er ætla að stuðla að framboði á lánsfé á sambærilegum kröfum óháð staðsetningu. Þá er einnig lagt til að auka framboð á leiguíbúðum á landsbyggðinni en tillögurnar má sjá hér. Í tilkynningu vegna þessa áforma félagsmálaráðherra segir að stöðnun sé algengt vandamál í þessum sveitarfélögum og víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira var byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, heldur en síðustu ár. Sérfræðingar Íbúðalánasjóðs sjá merki um markaðsbrest á mörgum svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum koma oft á tíðum að lokuðum dyrum á lánamarkaðnum. Dýr og erfið fjármögnun, skortur á byggingaraðilum og misvægi milli húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar hefur valdið því að lítið eða ekkert er byggt. Tillögur þær sem félags- og barnamálaráðherra kynnir í dag í samráðsgáttinni byggja meðal annars á tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum og er ætlað að bregðast við áskorunum landsbyggðarinnar. Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglugerð nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun á landsbyggðinni. Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum. Þá vill hann bregðast við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar. Tillögurnar taka mið af ólíkum áskorunum sveitarfélaga víðs vegar um land. „Niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni sýna að það ríkir markaðsbrestur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Enginn er að svara eftirspurninni þrátt fyrir að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá íbúum í þessum sveitarfélögum. Ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Ef við lítum til baka þá sést að hrunið hafði meiri eftirköst í för með sér fyrir húsnæðismarkaðinn úti á landi heldur en á suðvestur-horninu. Nýbyggingar hafa verið sjaldséðar utan stærstu atvinnusvæða en fólk sem býr utan þessara svæða þarf líka nýtt húsnæði. Það er uppgangur í nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni og oft er skortur á húsnæði helsta vandamál fólks sem ræður sig í þau störf,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Húsnæðismál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Félags- og barnamálaráðherra hefur birt áform sín um að breyta lögum og reglugerðum til að styrkja húsnæðismarkaðinn á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum. Tillögurnar má sjá á samráðsgátt stjórnvalda en þar er meðal annars lagt til að veita styrki til uppbyggingar á köldum markaðssvæðum á landsbyggðinni og aðgerðir sem er ætla að stuðla að framboði á lánsfé á sambærilegum kröfum óháð staðsetningu. Þá er einnig lagt til að auka framboð á leiguíbúðum á landsbyggðinni en tillögurnar má sjá hér. Í tilkynningu vegna þessa áforma félagsmálaráðherra segir að stöðnun sé algengt vandamál í þessum sveitarfélögum og víða hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi. Mun meira var byggt á landsbyggðinni frá aldamótum og fram að hruni, heldur en síðustu ár. Sérfræðingar Íbúðalánasjóðs sjá merki um markaðsbrest á mörgum svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðarhúsnæði þrátt fyrir að atvinna sé víðast hvar næg og eftirspurn eftir íbúðum mikil. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveitarfélögum koma oft á tíðum að lokuðum dyrum á lánamarkaðnum. Dýr og erfið fjármögnun, skortur á byggingaraðilum og misvægi milli húsnæðisverðs og byggingarkostnaðar hefur valdið því að lítið eða ekkert er byggt. Tillögur þær sem félags- og barnamálaráðherra kynnir í dag í samráðsgáttinni byggja meðal annars á tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs með sjö sveitarfélögum og er ætlað að bregðast við áskorunum landsbyggðarinnar. Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglugerð nýjan lánaflokk hjá Íbúðalánasjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjármögnun á landsbyggðinni. Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum landsbyggðarinnar aðgengi að fjármagni á sambærilegum kjörum og fást á virkari markaðssvæðum. Þá vill hann bregðast við skorti á hagkvæmu leiguhúsnæði með því að gera sveitarfélögum á landsbyggðinni kleift að byggja íbúðir í almenna leigukerfinu með stofnframlagi ríkisins. Heimilt verði að veita sérstakt byggðaframlag vegna leiguíbúða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs og þá verði heimildir sveitarfélaga til þess að leggja fram stofnframlög rýmkaðar. Tillögurnar taka mið af ólíkum áskorunum sveitarfélaga víðs vegar um land. „Niðurstöður tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni sýna að það ríkir markaðsbrestur á húsnæðismarkaði víða á landsbyggðinni. Enginn er að svara eftirspurninni þrátt fyrir að næg kaupgeta sé fyrir hendi hjá íbúum í þessum sveitarfélögum. Ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórnvalda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hefur í húsbyggingum á landsbyggðinni. Ef við lítum til baka þá sést að hrunið hafði meiri eftirköst í för með sér fyrir húsnæðismarkaðinn úti á landi heldur en á suðvestur-horninu. Nýbyggingar hafa verið sjaldséðar utan stærstu atvinnusvæða en fólk sem býr utan þessara svæða þarf líka nýtt húsnæði. Það er uppgangur í nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni og oft er skortur á húsnæði helsta vandamál fólks sem ræður sig í þau störf,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Húsnæðismál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira