Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 21:00 Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08