Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 21:00 Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent