UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra Heimslós kynnir 23. júlí 2019 10:15 Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent
Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent