UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra Heimslós kynnir 23. júlí 2019 10:15 Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent
Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Ntaganda var stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og var sakfelldur í þrettán liðum fyrir stríðsglæpi og í fimm liðum fyrir glæpi gegn mannkyni, sem framdir voru á árunum 2002 til 2003. Í yfirlýsingu frá Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóra UN Women, segir að sakfellingin sé gríðarlega þýðingarmikil. Verði hún staðfest sé það í fyrsta sinn sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn sakfellir í kynferðisglæpamáli. Niðurstaða dómstólsins þykir jafnframt merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta sinn sakfellir Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn fyrir kynlífsánauð og jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem sakborningur er dæmdur fyrir að beita eigin hermenn kynferðislegu ofbeldi. Í yfirlýsingu UN Women kemur fram að þótt kynferðisglæpir séu ekki nýnæmi, heyri það til undantekninga að sakfellt sé í slíkum málum. Þar segir einnig að UN Women hafi sent sérfræðing í kynferðis- og kynbundnum ofbeldisglæpum til að aðstoða saksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins við úrvinnslu gagna í málinu og til að tryggja að sönnunargögn í málinu spillist ekki. Í frétt frá UN Women segir að stofnunin vinni áfram náið með sakamáladómstólnum svo hægt sé að draga stríðsglæpamenn til saka, samkvæmt Rómarsamþykktinni. Þá þakkar UN Women þolendum sem báru vitni í málinu gegn Ntaganda fyrir hugrekki. Stofnunin hvetur til þess að þeim og öðrum fórnarlömbum stríðsins í Kongó verði veittur viðeigandi stuðningur og aðstoð svo þau megi endurreisa líf sitt og geti unnið að því að koma á kynjajafnrétti í nærsamfélagi sínu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent