Forsetinn minnist kveðju forvera síns til tunglfaranna Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2019 12:27 Fótur Buzz Aldrin á tunglinu árið 1969. AP/NASA Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni. Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Kveðja Kristjáns Eldjárn, þáverandi forseta Íslands, ferðaðist með bandarísku geimförunum sem fóru til tunglsins í Apolló 11-leiðangrinum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti, rifjar upp kveðjuna í tilefni þess að í dag eru fimmtíu ár liðin frá því að geimfararnir lentu á tunglinu. Þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin lentu á tunglinu fyrstir manna sunnudaginn 20. júlí árið 1969. Þeir stigu fæti á yfirborð tunglsins aðfaranótt 21. júlí að íslenskum tíma. Í færslu á Facebook-síðu forsetaembættisins minnist Guðni tímamótanna og segir tunglendinguna jafnvel verða talda merkasti atburður 20. aldarinnar þegar fram líða stundir. Í farteski geimfaranna var disklingur sem á voru letraðar kveðjur frá 73 þjóðarleiðtogum, þar á meðal frá Kristjáni Eldjárn sem þá var forseti. „Íslenska þjóðin færir kveðjur sínar með Apolló 11 og óskar geimförunum góðs gengis á þeirra sögulegu för. Megi hinir miklu sigrar geimrannsókna leiða mannkyn á braut friðar og farsældar,“ sagði í kveðju Kristjáns sem Guðni snaraði yfir af ensku. Með færslunni deildi Guðni mynd af bandarísku geimförunum við æfingar á Íslandi árið 1965. Geimfararnir undirbjuggu sig meðal annars fyrir jarðfræðirannsóknir á tunglinu á norðausturlandi. „Vísindin efla alla dáð, eins og skáldið Jónas kvað svo vel,“ skrifar Guðni.
Forseti Íslands Geimurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira