Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 21:29 Þórunn Oddsdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Viðtalið var tekið við Steingrímsstöð. Stöð 2/Einar Árnason. Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan eru gögn sem komið hafa í ljós um að Kvenfélagið hafi fyrir nærri sjötíu árum samþykkt að kaupa hlut í Sogsvirkjunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Frá Írafossvirkjun. Fjær er Ljósafossvirkjun. Sjá má að vatn er á báðum fossum, sem ekki er algengt.Stöð 2/Einar Árnason.Þrjár virkjanir teljast til Sogsvirkjana í dag, Ljósafossvirkjun frá 1937, Írafossvirkjun frá 1953 og Steingrímsstöð frá 1959. Árið 1966 voru Sogsvirkjanir lagðar inn í Landsvirkjun, sem hluti af stofnframlagi eigenda. Heima í héraði spyrja menn sig nú hvort Kvenfélag Grímsneshrepps hafi fimmtán árum áður, árið 1951, keypt hlut í Sogsvirkjunum.Kvennanna kjarkur og þor, heitir bókin um 100 ára sögu Kvenfélags Grímsneshrepps.Þórunn Oddsdóttir bjó lengi við Steingrímsstöð en hún er fyrrverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps. Félagið fagnar 100 ára afmæli í ár og af því tilefni hafa Kvenfélagskonur gefið út bók um sögu félagsins. Þar er sagt frá ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins um að kaupa hlutabréf í Sogsvirkjun. „Já, það keypti hlutabréf í Sogsvirkjunum fyrir 5.000 krónur árið 1951 og vildu efla.. - sem sagt koma að því þannig að það myndi flýta fyrir að bæirnir fengju rafmagn, - til að létta störf húsmæðranna og kvennanna,“ segir Þórunn. -En hefur þessi hlutur einhvern tímann verið greiddur og keyptur af Kvenfélaginu? „Því miður, þá hef ég ekki grafið þá sögu upp. Ég veit það ekki,“ svarar Þórunn. Núverandi formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, Laufey Guðmundsdóttir, segir þetta mál aldeilis hafa virkjað forvitni Kvenfélagskvenna. Þær hyggist núna grafa í gögnum á Héraðsskjalasafninu og leita að reikningum félagsins frá þessum árum til að sjá hvað raunverulega hafi verið framkvæmt.Kaflinn um ákvörðun stjórnar Kvenfélagsins vorið 1951.Laufey segir það aldeilis sögu til næsta bæjar ef þær væru hluthafar í Landsvirkjun og ættu rétt á arði, sem hún segir að myndi að sjálfsögðu fara beint inn í samfélagið aftur. -En getur ekki verið að Kvenfélagið eigi hreinlega þennan hlut ennþá? Það sé eignaraðili að Landsvirkjun á móti ríkinu? „Ég væri nú bara gaman að grafa það upp,“ svarar Þórunn og hlær. -Kvenfélag Grímsneshrepps gæti þá verið ríkasta kvenfélag á Íslandi? „Ekki spurning, ef svo er.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grímsnes- og Grafningshreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19 Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Arðgreiðsla til eigenda Landsvirkjunar um 4,25 milljarðar króna Jónas Þór Guðmundsson var endurkjörinn stjórnarformaður Landsvirkjunar fyrr í dag. 4. apríl 2019 17:19
Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. 15. febrúar 2018 20:45