Kortlagning víðerna hindri Hvalárvirkjun Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Garpur I. Elísabetarson skrifar 31. júlí 2019 09:00 Steve Carver og Snæbjörn Guðmundsson við Hvalárfoss. Vatnsmagn í fossinum mun minnka verulega. mynd/Garpur elísabetarson Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Náttúruverndarsinnar hafa fengið einn helsta sérfræðing heims í kortlagningu óbyggðra og ósnortinna víðerna hingað til lands með það að markmiði að stöðva fyrirhugaða Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum. Ekkert nema græðgi, segir prófessorinn. „Þegar þú ferð að kynna þér nánar hvað er að baki þessari virkjun, peningarnir á bak við þetta, þá sérðu að það er ekkert verið að hugsa um að orkuvæða heimili fólks, heldur er bara verið að reyna að græða peninga,“ segir dr. Steve Carver, prófessor við Háskólann í Leeds í Bretlandi, sem kominn er hingað til lands til þess að kortleggja óbyggð og ósnortin víðerni. Carver kom til landsins fyrir tilstilli náttúruverndarsamtakanna Ófeigar í kjölfar framkvæmda við Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum, en Carver mun næstu mánuði vinna að því að meta og kortleggja víðerni frá Hornströndum að Steingrímsfjarðarheiði. Undirbúningur við kortlagninguna hefur staðið yfir í um hálft ár og stefnir Carver á að ljúka vinnu sinni í október. „Í svona vinnu eru notuð kort, gervihnattamyndir, GPS og fleiri tæki. En að koma hingað og kynnast svæðinu er ómetanlegt,“ segir Carver í samtali við blaðamann sem fékk að slást með honum í för að Hvalá og er ítarlegt viðtal og umfjöllun að finna á frettabladid.is.Sif Konráðsdóttir gagnrýnir stefnuleysi stjórnvalda.Fréttablaðið/GarpurCarver bendir á að Ísland eigi tæplega 43 prósent af allra villtustu víðernum Evrópu og að svo hátt hlutfall sé hvergi annars staðar að finna í álfunni. „Þetta eru mjög áhugaverðar tölur og Ísland hefur þá ábyrgð að vernda sín víðerni. Ekki bara fyrir Ísland, heldur fyrir allan heiminn,“ segir hann og bætir við að peningar megi ekki alltaf trompa náttúruvernd. „Í grunninn snýst þetta bara um peninga og ég er bara alls ekki sammála þeirri leið. Ef það er verið að nota landið og eyðileggja það í þeim tilgangi að bæta líf fólks, þá er hægt að sýna því skilning að einhverju marki, en mér finnst ekki í lagi að eyðileggja landið til þess eins að græða meiri peninga. Það eru aðrar leiðir en að eyðileggja þessi víðerni, og ef mér tekst að finna betri lausnir en þessa þá er ég glaður,“ segir hann. „Um leið og þú hefur eyðilagt víðerni sem þessi – verður ekki aftur snúið.“ Snæbjörn Guðmundsson, stjórnarmaður Ófeigar, tekur undir orð Carvers. „Náttúruáhrifin yrðu einfaldlega mjög slæm. Það væri verið að taka ár úr farvegi sínum, það væri verið að taka rennsli mikilfenglegra fossa og fossaraða og væri verið að færa til heilu árnar úr farvegum sínum yfir í vatnasvið annarra áa,“ segir Snæbjörn. „Víðernin eru þannig að gildi þeirra felst í hversu ósnortin þau eru, felst í náttúruminjunum en líka í sögu- og fornminjum. Og eftir því sem þau eru stærri þeim mun stærri heild eru þau fyrir lífríkið á svæðinu og fyrir vistkerfi svæðanna. Ófeigsfjarðarheiði til dæmis drekkur í sig vatn, snjó og úrkomu sem fellur á heiðina, og lífríkið við sjávarströndina þar þrífst á þessu vatni og næringarefnunum sem það flytur.“ Sif Konráðsdóttir, stjórnarformaður Ófeigar, segir að vel sé hægt að finna aðrar leiðir til þess að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. „En það er bara enginn að því, því það er enginn peningur í því. Þeir sem stjórna umræðunni vilja þessa virkjun, enda græða þeir ekkert á því að þetta vandamál sé leyst með öðrum hætti. Einfaldasta lausnin er varaaflstöð á sunnanverðum Vestfjörðum, til dæmis eins og sú sem er í Bolungarvík, og hringtenging innan Suður-Vestfjarða,“ segir Sif.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Deilur um Hvalárvirkjun Umhverfismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira