Kaupfélag Skagfirðinga keypti lambahryggi af Fjallalambi til að bregðast við skorti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júlí 2019 19:00 Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“ Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Kaup Kaupfélags Skagfirðinga á tveimur tonnum af lambahryggjum frá Fjallalambi urðu til þess að landbúnaðarráðherra vill láta endurmeta hvort þörf sé á því að opna tollkvóta á lambahryggjum tímabundið. Samtök verslunar og þjónustu hyggjast kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna málsins. Í síðustu viku lagði ráðgjafanefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara til við landbúnaðarráðherra að opna tollkvóta á lambahryggjum - til að bregðast við skorti á hryggjum. Málsmeðferð nefndarinnar var lokið síðasta föstudag og stóð til að ráðherra myndi opna á innflutning. Samkvæmt búvörulögum þarf að liggja fyrir skortur hjá að minnsta kosti tveimur aðskildum framleiðendum svo heimila megi innflutning. Samkvæmt heimildum fréttastofu var skortur hjá tveimur framleiðendum, Norðlenska og Kaupfélagi Skagfirðinga.Í dag sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að landbúnaðarráðherra, hefði óskað eftir því að ráðgjafanefndin endurmeti hvort þörf sé á því að opna tollkvóta í ljósi nýrra upplýsinga sem bárust frá framleiðendum. Upplýsingarnar kunni að hafa áhrif á það hvort lagaheimild sé enn til staðar fyrir afnáminu. Þessar nýju upplýsingar eru þær að ekki er lengur skortur á lambahryggjum hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, félagið hafi keypt tvö tonn af lambahryggjum frá Fjallalambi. „Um miðjan júli er staðan þannig að við eigum nóg af öllu nema þessum hefðbundnu hryggjavörum, nema þessum átta rifja hrygg eða þessum hefðbundna lambahrygg, þar sem við erum búin að skera hann í þessar steikur,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga. Það hafi verið gert í undirbúningi fyrir sumarvertíðina. „Í millitíðinni kaupum við hryggi frá öðrum sláturleyfishafa. Þannig að þegar við erum næst spurðir þá gefum við það náttúrulega upp að við eigum þessa hryggi sem við vorum búnir að kaupa frá öðrum,“ segir Ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu sendi Kaupfélag Skagfirðinga upplýsingarnar þó inn að eigin frumkvæði. Hvorki ráðgjafanefndin né ráðuneytið hafi óskað eftir upplýsingum enda málsmeðferð nefndarinnar lokið. „Það bendir margt til þess að afurðastöðvarnar hafi farið að leika einhvern leik og farið að eiga viðskipti hvor við aðra til þess að geta sýnt fram á það að það væri ekki skortur,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Það standist engan veginn. Síðan í mars hafi samtökin ítrekað fengið upplýsingar um skort á lambahryggjum. Það skjóti skökku við að fyrirtæki í markaðsráðandi stöðu séu búin að hafna viðskiptum við stærstu matvöruverslanir í landinu á grundvelli þess að ekki séu til nægar birgðir af vörunni. Allt í einu sé staðan önnur. „Núna allt í einu þegar það blasir við sá raunveruleiki að það eigi að fara flytja vöruna inn þá allt í einu eru til nægar birgðir. Það hlýtur að gefa Samkeppnisyfirvöldum tilefni til að skoða málið til hlítar,“ segir Andrés. Samtökin ætli að kvarta til Samkeppniseftirlitsins á næstu dögum. Ágúst segir að ummæli um að afurðastöðvarnar brjóti Samkeppnislög sorgleg. „Þetta á náttúrulega bara ekki við nokkur rök að styðjast og eru náttúrulega bara alvarlegar ásakanir“
Landbúnaður Neytendur Samkeppnismál Skagafjörður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira