Ævintýralegur sigur Gróttu og Fjölnir bjargaði stigi á elleftu stundu í Njarðvík Anton Ingi Leifsson skrifar 9. ágúst 2019 21:14 Gróttu-menn fagna marki. vísir/vilhelm Topplið Fjölnis gerði óvænt jafntefli í Njarðvík er liðin skildu jöfn 1-1 í 16. umferð Inkasso-deildar karla en fimm leikir fóru fram í kvöld. Fyrsta mark leiksins í Njarðvík skoraði Andri Fannar Freysson úr vítaspyrnu. Á 94. mínútu jafnaði hins vegar Ingibergur Kort Sigurðarson og lokatölur 1-1. Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið er þremur stigum á undan Þór. Njarðvík er í 11. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti. Það var mikið fjör á Seltjarnarnesi er Grótta og vann Keflavík 4-3 í stórskemmtilegum knattspyrnuleik. Keflavík komst yfir með marki Frans Elvarssonar en Pétur Theódór Árnason jafnaði skömmu síðar. Davíð Snær Jóhannesson kom Keflavík yfir en aftur jafnaði Pétur Theódór Árnason. Axel Freyr Harðarson kom svo Gróttu yfir á 68. mínútu en Adam Ægir Pálsson jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Ekki var öll dramatík úti því í uppbótartíma var það Arnar Þór Helgason sem tryggði Gróttu sigur en markið kom á 94. mínútu. 4-3 sigur Gróttu. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en liðið er stigi á eftir Þór sem situr í öðru sætinu. Keflavík er í sjöunda sætinu með 22 stig. Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Fram á heimavelli, 3-0. Roger Banet Badia skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en þeir Jason Daði Svanþórsson og Georg Bjarnason gerðu mörkin í síðari hálfleik. Með sigrinum er Afturelding í níunda sætinu með sautján stig, nú sex stigum frá fallsæti. Fram er í frjálsu falli en eftir góða byrjun er liðið í 6. sætinu með 23 stig. Víkingur Ólafsvík og Leiknir gerðu svo 1-1 jafntefli í Ólafsvík. Árni Elvar Árnason kom Leikni yfir en lánsmaðurinn úr Eyjum, Guðmundur Magnússon, jafnaði metin fyrir Víking. Víkingur er í fimmta sætinu með 24 stig en Leiknir er sæti ofar með tveimur stigum meira. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net. Inkasso-deildin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira
Topplið Fjölnis gerði óvænt jafntefli í Njarðvík er liðin skildu jöfn 1-1 í 16. umferð Inkasso-deildar karla en fimm leikir fóru fram í kvöld. Fyrsta mark leiksins í Njarðvík skoraði Andri Fannar Freysson úr vítaspyrnu. Á 94. mínútu jafnaði hins vegar Ingibergur Kort Sigurðarson og lokatölur 1-1. Fjölnir er áfram á toppi deildarinnar með 34 stig en liðið er þremur stigum á undan Þór. Njarðvík er í 11. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti. Það var mikið fjör á Seltjarnarnesi er Grótta og vann Keflavík 4-3 í stórskemmtilegum knattspyrnuleik. Keflavík komst yfir með marki Frans Elvarssonar en Pétur Theódór Árnason jafnaði skömmu síðar. Davíð Snær Jóhannesson kom Keflavík yfir en aftur jafnaði Pétur Theódór Árnason. Axel Freyr Harðarson kom svo Gróttu yfir á 68. mínútu en Adam Ægir Pálsson jafnaði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Ekki var öll dramatík úti því í uppbótartíma var það Arnar Þór Helgason sem tryggði Gróttu sigur en markið kom á 94. mínútu. 4-3 sigur Gróttu. Grótta er í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en liðið er stigi á eftir Þór sem situr í öðru sætinu. Keflavík er í sjöunda sætinu með 22 stig. Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Fram á heimavelli, 3-0. Roger Banet Badia skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en þeir Jason Daði Svanþórsson og Georg Bjarnason gerðu mörkin í síðari hálfleik. Með sigrinum er Afturelding í níunda sætinu með sautján stig, nú sex stigum frá fallsæti. Fram er í frjálsu falli en eftir góða byrjun er liðið í 6. sætinu með 23 stig. Víkingur Ólafsvík og Leiknir gerðu svo 1-1 jafntefli í Ólafsvík. Árni Elvar Árnason kom Leikni yfir en lánsmaðurinn úr Eyjum, Guðmundur Magnússon, jafnaði metin fyrir Víking. Víkingur er í fimmta sætinu með 24 stig en Leiknir er sæti ofar með tveimur stigum meira. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá úrslit.net.
Inkasso-deildin Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Sjá meira