Heildartekjur hæstar í Garðabæ og á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2019 10:02 Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus. Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þar segir að miðgildi heildartekna hafi verið 441 þúsund króna á mánuði og því var helmingur einstaklinga með heildartekjur undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Atvinnutekjur voru um 505 þúsund krónur á mánuði að meðaltali sé horft til þeirra einstaklinga sem voru með atvinnutekjur árið 2018. Það er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Miðgildi atvinnutekna var 447 þúsund krónur. Atvinnutekjur einstaklinga á aldrinum 25 til 74 ára voru að meðaltali 571 þúsund krónur á mánuði árið 2018 og var eitt prósent einstaklinga á þeim aldri með að jafnaði tæplega tvær milljónir króna eða meira í atvinnutekjur á mánuði. Tekjur einstaklinga byggja á skattframtölum einstaklinga frá 16 ára aldri. Atvinnutekjur innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur en heildartekjur eru samtala atvinnutekna, fjármagnstekna og annarra tekna sem til dæmis geta verið lífeyris- eða bótagreiðslur. Meðaltal heildartekna árið 2018 var hæst 8,5 milljónir króna á Seltjarnarnesi og 8,4 milljónir króna í Garðabæ, en það voru einu sveitarfélögin þar sem heildartekjur einstaklinga voru að meðaltali yfir 8 milljónir króna. Sé hins vegar horft til miðgildis voru heildartekjur nokkuð lægri eða rúmlega 6,2 milljónir króna í báðum sveitarfélögunum. Heildartekjur í Bolungarvík voru 7,6 milljónir króna að meðaltali árið 2018, 7,3 milljónir króna í Kjósahreppi og 7,2 milljónir króna í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir 5 milljónum króna árið 2018. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi 4,3 milljónir króna og 4,4 milljónir króna í Húnavatnshreppi.Nokkur munur eftir menntunarstigi Nokkur munur var á tekjum einstaklinga eftir menntunarstigi árið 2018 eins og sjá má á mynd 2 sem sýnir miðgildi heildartekna eftir menntun fyrir aldurshópinn 25 til 74 ára. Má þar nefna mun á bóknámi og starfsnámi á framhaldsskólastigi, en einstaklingar með starfsnám á framhaldsskólastigi voru með 17,4% hærri heildartekjur en einstaklingar með bóknám af framhaldsskólastigi árið 2018. Sambærilegur munur á heildartekjum háskólamenntaðra einstaklinga með bakkalárgráðu annars vegar og meistaragráðu hins vegar var um 23%. Einstaklingar á aldrinum 25 til 74 ára með grunnskólamenntun eða minna voru með um 5,2 milljónir króna árið 2018 sé miðað við miðgildi heildartekna eða tæplega 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði, einstaklingar sem höfðu lokið framhaldsskólastigi voru með 6,1 milljón krónur eða 509 þúsund krónur á mánuði og einstaklingar með háskólamenntun 7,9 milljón krónur eða um 661 þúsund krónur á mánuði. Háskólamenntaðir einstaklingar á aldrinum 25-74 ára voru þannig með 54% hærri heildartekjur en einstaklingar með grunnskólamenntun og um 30% hærri heildartekjur en einstaklingar með menntun á framhaldsskólastigi. Hafa ber í huga að samanburður á heildartekjum einstaklinga eftir menntun er óháð stöðu þeirra á vinnumarkaðnum, til dæmis hvort einstaklingur er starfandi eða atvinnulaus.
Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira