WFP áætlar að 40 milljarða þurfi í matvælaaðstoð í Zimbabwe Heimsljós kynnir 8. ágúst 2019 17:45 UN Photo/Eskinder Debebe Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe. Zimbabwe hefur löngum verið talin ein helsta matarkista Afríku en á undanförnum árum hefur þar mjög syrt í álinn. Til viðbótar við efnahagslegan og stjórnmálalegan óstöðugleika hafa náttúrulegar aðstæður farið stigversnandi. Að því er fram kemur í frétt á vefsíðu BBC hafa miklir þurrkar valdið uppskerubresti með tilheyrandi hækkunum á matarverði. Þurrkarnir hafa líka valdið því að vatnsaflsvirkjanir skila ekki nægilegu afli og því er orkuskortur víða. Til að bæta gráu ofan á svart olli fellibylurinn Idai mikilli eyðileggingu þegar hann fór yfir suðaustanverða Afríku fyrr á árinu. Talið er að 570.000 íbúar Zimbabwe hafi misst heimili sín í óveðrinu. WFP hefur nú kynnt endurskoðaða áætlun fyrir Zimbabwe fyrir tímabilið frá janúar 2019 til apríl 2020. Þar kemur fram að 5,5 milljónir íbúa, um það bil þriðji hver landsmaður, þurfi á matvælaaðstoð að halda. 2,5 milljónir líða sérstaklega sáran skort og eru við hungurmörk. BBC hefur eftir David Beasley, yfirmanni WFP, að margir þeirra búi við neyðarástand og rambi á barmi hungursneyðar. Ástandið er sagt sérstaklega alvarlegt til sveita en þar er talið að yfir þrjár milljónir, um 38 prósent þeirra sem búsettir eru í dreifbýli, séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Tvær milljónir íbúa í þéttbýli búa ekki við fæðuöryggi. WFP áætlar að 331 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 40 milljarða króna, þurfi til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar hefur tekist að tryggja rétt tæpan helming fjárhæðarinnar, um 133 milljónir dala. Frá því í janúar hafa tvær milljónir hlotið lífsbjargandi neyðaraðstoð, þar af hafa 1,2 milljónir fengið matvælaaðstoð, 400.000 aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 600.000 grunnþjónustu á sviði heilsugæslu og 16.000 stúlkur og drengir barnaverndarþjónustu. Matvælaáætlunin gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og er WFP ein af áherslustofnunum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Núverandi rammasamningur við stofnunina gildir fyrir tímabilið 2017-2021 og hljóðar upp á 50 milljón króna árlegt framlag. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent
Þriðjungur íbúa Zimbabwe, um 5,5 milljónir manna, býr við fæðuskort og þarf á matvælaaðstoð að halda. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) telur að jafnvirði 40 milljarða króna þurfi til að aðstoða bágstadda í Zimbabwe. Zimbabwe hefur löngum verið talin ein helsta matarkista Afríku en á undanförnum árum hefur þar mjög syrt í álinn. Til viðbótar við efnahagslegan og stjórnmálalegan óstöðugleika hafa náttúrulegar aðstæður farið stigversnandi. Að því er fram kemur í frétt á vefsíðu BBC hafa miklir þurrkar valdið uppskerubresti með tilheyrandi hækkunum á matarverði. Þurrkarnir hafa líka valdið því að vatnsaflsvirkjanir skila ekki nægilegu afli og því er orkuskortur víða. Til að bæta gráu ofan á svart olli fellibylurinn Idai mikilli eyðileggingu þegar hann fór yfir suðaustanverða Afríku fyrr á árinu. Talið er að 570.000 íbúar Zimbabwe hafi misst heimili sín í óveðrinu. WFP hefur nú kynnt endurskoðaða áætlun fyrir Zimbabwe fyrir tímabilið frá janúar 2019 til apríl 2020. Þar kemur fram að 5,5 milljónir íbúa, um það bil þriðji hver landsmaður, þurfi á matvælaaðstoð að halda. 2,5 milljónir líða sérstaklega sáran skort og eru við hungurmörk. BBC hefur eftir David Beasley, yfirmanni WFP, að margir þeirra búi við neyðarástand og rambi á barmi hungursneyðar. Ástandið er sagt sérstaklega alvarlegt til sveita en þar er talið að yfir þrjár milljónir, um 38 prósent þeirra sem búsettir eru í dreifbýli, séu í brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Tvær milljónir íbúa í þéttbýli búa ekki við fæðuöryggi. WFP áætlar að 331 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 40 milljarða króna, þurfi til að mæta þörfum þessa hóps. Þegar hefur tekist að tryggja rétt tæpan helming fjárhæðarinnar, um 133 milljónir dala. Frá því í janúar hafa tvær milljónir hlotið lífsbjargandi neyðaraðstoð, þar af hafa 1,2 milljónir fengið matvælaaðstoð, 400.000 aðgang að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu, 600.000 grunnþjónustu á sviði heilsugæslu og 16.000 stúlkur og drengir barnaverndarþjónustu. Matvælaáætlunin gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna og er WFP ein af áherslustofnunum Íslands á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Núverandi rammasamningur við stofnunina gildir fyrir tímabilið 2017-2021 og hljóðar upp á 50 milljón króna árlegt framlag. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent