Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 10:50 Dinoponera-maur af undirtegundinni australis. Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira