Herskáir risamaurar væntanlegir til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2019 10:50 Dinoponera-maur af undirtegundinni australis. Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Nú stendur til að flytja inn til landsins maura af tegundinni Dinoponera. Maurarnir munu halda til í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Almennt þykir kannski ekki í frásögur færandi að skordýr séu flutt hingað til lands en maurar af þessari tegund eru einhverjir þeir stærstu í heimi. Þorkell Heiðarsson, líffræðingur og deildarstjóri í garðinum, segir maurana um margt frábrugðna þeim maurum sem hafa verið til sýnis í garðinum. Til að mynda séu þeir mun stærri en aðrar tegundir auk þess sem bú þeirra innihaldi fá einstaklinga, oft ekki nema nokkra tugi maura. Hann var til viðtals hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Þarna er ekki eins og hjá mörgum maurum einhverjar sérstakar stéttir. Heldur má segja að öll kvendýrin eigi í hatrammri valdabaráttu um að vera alfa-kvendýrið og stjórna búinu,“ segir Þorkell. Hann segir stærstu kvendýrin geta náð allt að fjögurra sentimetra lengd. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Fjölskyldu-og húsdýragarðsins.Stöð 2/Sigurjón Ólason „Þetta hljómar ekki vel. Ég sá nú einhvers staðar talað um að þessir maura myndu síðan þramma um garðinn. Ég sá fyrir mér að þetta yrði svona varðsveit sem að myndi sjá um nætur- og öryggisgæslu í garðinum í framtíðinni, miðað við lýsinguna sem ég las. Það er ekki hugmyndin, heldur verða þeir í búri,“ segir Þorkell. Hann bendir einnig á að maurarnir komi frá hitabeltissvæði í Brasilíu og víðar í Suður-Ameríku. Þannig sé ekki nokkur möguleiki að maurarnir gætu á einhvern hátt lifað úti í náttúrunni við íslenskar aðstæður. Maurarnir geri „miklar kröfur“ um aðbúnað, til að mynda, hitastig, raka og fæðu. Aðspurður hvort maurarnir sem um ræðir séu vinnusamir eða „húðlatir silakeppir“ segir hann tegundina duglega. Hún sé þó frábrugðin mörgum öðrum maurategundum á þann hátt að allir einstaklingar í maurabúinu, nema kvendýrið sem ræður hverju sinni, safnar mat upp á eigin spýtur, fyrir sjálfan sig. Maurarnir éti skordýr, dauð eða lifandi, og ávexti. Innflutningsleyfi í höfn en óvissa um útflutningsleyfi Þorkell segir íslensk yfirvöld þegar hafa gefið leyfir fyrir innflutningi á maurunum. Nú sé verið að bíða eftir útflutningsleyfi frá Brasilíumönnum. Áður hafi slík leyfi verið auðfengin en ekkert sé þó víst í þeim efnum. „Eins og hefur komið fram í fréttum er kominn nýr forseti í Brasilíu og mér skilst að þar hafi orðið miklar breytingar í stjórnsýslunni. Þannig að maður hefur heyrt af því að það sé engin leið að vita hvernig það virkar,“ segir Þorkell. Hann segir að alla jafna sé sótt um að fá bú í heilu lagi frá São Paulo þar sem mikil skordýraræktun fer fram með það fyrir augum að senda til dýragarða og safna víðs vegar um heim. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Brasilía Dýr Reykjavík Reykjavík síðdegis Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira