Segir útlit fyrir eindæmagott berjasumar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Bláber og aðalbláber í Reykhólasveit eru komin nokkuð vel á veg. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir „Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira