Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:53 Ed Sheeran á tónleikum í Madríd í júní. getty/Ricardo Rubio „Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, um tónleika Ed Sheeran sem haldnir verða á Laugardalsvellinum um helgina. Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016. Sheeran flytur inn eigið svið fyrir tónleikana sem var sérhannað fyrir hann fyrir þremur árum síðan. „Það er notað á svona 60 til 70 þúsund manna tónleikum þannig að þetta hefur ekki sést áður á Íslandi. Sviðið er 200 tonn og 50 metra breitt og 700 fermetrar í heildina,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu Vísis. Ísleifur segir sviðið sérstakt að því leiti að það sé byggt út á við. Ekki sé „hol“ í sviðinu eins og venjan er.Mynd tekin klukkan tíu í morgun (t.v.) og mynd tekin klukkan 17 (t.h.). Vel sést hversu vel hefur gengið í dag við að setja upp sviðið.vísirFramkvæmdir á Laugardalsvelli byrjuðu síðastliðinn mánudag og tók vinnuteymið yfir völlinn á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnu við sviðið ljúki á morgun. Hátt í 200 erlendir vinnumenn komu með sviðinu til að setja það upp en einnig voru íslenskir vinnumenn ráðnir. Ísleifur segir sérstaklega marga fylgja sviðinu frá útlöndum vegna þess að mikið sé af sérhæfðum verkefnum. Sviðið er þannig upp sett að allir eiga að sjá Sheeran jafn vel. „Hann er náttúrulega bara einn á sviðinu allan tímann. Það er engin hljómsveit eða neitt en tónlistin er öll live. Hann spilar sjálfur á öll hljóðfærin á sviðinu og tekur þau upp í loop-i þannig að maður fylgist með tónlistinni verða til.“ „Hann heldur þarna mörg þúsund manns í greipum sér, hann er svo heillandi á sviðinu.“Ed Sheeran eftirhermur í salnum Ísleifur segir ekki nákvæmt hve margir komi á tónleikana en búast megi við að hátt í 50 þúsund manns mæti. „Það er alveg 15% af þjóðinni. Ætli við séum ekki að fara að slá annað höfðatöluheimsmet í mætingu á þessa tónleika?“ Ed Sheeran-búð var opnuð í Kringlunni um miðjan júlí þar sem Ed Sheeran-varningur er seldur auk þess sem miðar eru afhentir þar. Þar er þó ekki aðeins hægt að fá hinn klassíska tónleikavarning, eins og peysur og húfur heldur eru þar seldar Ed Sheeran-hárkollur og -gleraugu. „Þetta er mjög vinsæll varningur þannig að það verða líklegast þónokkrar Ed Sheeran eftirhermur í salnum,“ segir Ísleifur. Hópur frá Senu fór út til Lissabon fyrr í sumar til að fara á tónleika hjá Sheeran og hitta fólk sem stæði að tónleikunum. Ísleifur segir Sheeran hafa verið einstaklega viðkunnanlegan. „Hann var þarna labbandi um baksviðs eins og hver annar maður. Svo vorum við kynntir fyrir honum og hann varð rosalega spenntur þegar hann heyrði að við værum frá Íslandi,“ segir Ísleifur. „Hann sagðist hlakka lang mest að koma til Íslands. Hann bað okkur líka að redda fyrir sig áritaðri landsliðstreyju, sem við erum að vinna í.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Ed Sheeran koma hingað til lands nokkrum dögum fyrir tónleikana og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20 Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45 Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18 Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30 Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, um tónleika Ed Sheeran sem haldnir verða á Laugardalsvellinum um helgina. Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016. Sheeran flytur inn eigið svið fyrir tónleikana sem var sérhannað fyrir hann fyrir þremur árum síðan. „Það er notað á svona 60 til 70 þúsund manna tónleikum þannig að þetta hefur ekki sést áður á Íslandi. Sviðið er 200 tonn og 50 metra breitt og 700 fermetrar í heildina,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu Vísis. Ísleifur segir sviðið sérstakt að því leiti að það sé byggt út á við. Ekki sé „hol“ í sviðinu eins og venjan er.Mynd tekin klukkan tíu í morgun (t.v.) og mynd tekin klukkan 17 (t.h.). Vel sést hversu vel hefur gengið í dag við að setja upp sviðið.vísirFramkvæmdir á Laugardalsvelli byrjuðu síðastliðinn mánudag og tók vinnuteymið yfir völlinn á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnu við sviðið ljúki á morgun. Hátt í 200 erlendir vinnumenn komu með sviðinu til að setja það upp en einnig voru íslenskir vinnumenn ráðnir. Ísleifur segir sérstaklega marga fylgja sviðinu frá útlöndum vegna þess að mikið sé af sérhæfðum verkefnum. Sviðið er þannig upp sett að allir eiga að sjá Sheeran jafn vel. „Hann er náttúrulega bara einn á sviðinu allan tímann. Það er engin hljómsveit eða neitt en tónlistin er öll live. Hann spilar sjálfur á öll hljóðfærin á sviðinu og tekur þau upp í loop-i þannig að maður fylgist með tónlistinni verða til.“ „Hann heldur þarna mörg þúsund manns í greipum sér, hann er svo heillandi á sviðinu.“Ed Sheeran eftirhermur í salnum Ísleifur segir ekki nákvæmt hve margir komi á tónleikana en búast megi við að hátt í 50 þúsund manns mæti. „Það er alveg 15% af þjóðinni. Ætli við séum ekki að fara að slá annað höfðatöluheimsmet í mætingu á þessa tónleika?“ Ed Sheeran-búð var opnuð í Kringlunni um miðjan júlí þar sem Ed Sheeran-varningur er seldur auk þess sem miðar eru afhentir þar. Þar er þó ekki aðeins hægt að fá hinn klassíska tónleikavarning, eins og peysur og húfur heldur eru þar seldar Ed Sheeran-hárkollur og -gleraugu. „Þetta er mjög vinsæll varningur þannig að það verða líklegast þónokkrar Ed Sheeran eftirhermur í salnum,“ segir Ísleifur. Hópur frá Senu fór út til Lissabon fyrr í sumar til að fara á tónleika hjá Sheeran og hitta fólk sem stæði að tónleikunum. Ísleifur segir Sheeran hafa verið einstaklega viðkunnanlegan. „Hann var þarna labbandi um baksviðs eins og hver annar maður. Svo vorum við kynntir fyrir honum og hann varð rosalega spenntur þegar hann heyrði að við værum frá Íslandi,“ segir Ísleifur. „Hann sagðist hlakka lang mest að koma til Íslands. Hann bað okkur líka að redda fyrir sig áritaðri landsliðstreyju, sem við erum að vinna í.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Ed Sheeran koma hingað til lands nokkrum dögum fyrir tónleikana og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20 Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45 Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18 Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30 Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20
Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45
Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18
Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38
Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36
Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30
Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36