Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:53 Ed Sheeran á tónleikum í Madríd í júní. getty/Ricardo Rubio „Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, um tónleika Ed Sheeran sem haldnir verða á Laugardalsvellinum um helgina. Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016. Sheeran flytur inn eigið svið fyrir tónleikana sem var sérhannað fyrir hann fyrir þremur árum síðan. „Það er notað á svona 60 til 70 þúsund manna tónleikum þannig að þetta hefur ekki sést áður á Íslandi. Sviðið er 200 tonn og 50 metra breitt og 700 fermetrar í heildina,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu Vísis. Ísleifur segir sviðið sérstakt að því leiti að það sé byggt út á við. Ekki sé „hol“ í sviðinu eins og venjan er.Mynd tekin klukkan tíu í morgun (t.v.) og mynd tekin klukkan 17 (t.h.). Vel sést hversu vel hefur gengið í dag við að setja upp sviðið.vísirFramkvæmdir á Laugardalsvelli byrjuðu síðastliðinn mánudag og tók vinnuteymið yfir völlinn á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnu við sviðið ljúki á morgun. Hátt í 200 erlendir vinnumenn komu með sviðinu til að setja það upp en einnig voru íslenskir vinnumenn ráðnir. Ísleifur segir sérstaklega marga fylgja sviðinu frá útlöndum vegna þess að mikið sé af sérhæfðum verkefnum. Sviðið er þannig upp sett að allir eiga að sjá Sheeran jafn vel. „Hann er náttúrulega bara einn á sviðinu allan tímann. Það er engin hljómsveit eða neitt en tónlistin er öll live. Hann spilar sjálfur á öll hljóðfærin á sviðinu og tekur þau upp í loop-i þannig að maður fylgist með tónlistinni verða til.“ „Hann heldur þarna mörg þúsund manns í greipum sér, hann er svo heillandi á sviðinu.“Ed Sheeran eftirhermur í salnum Ísleifur segir ekki nákvæmt hve margir komi á tónleikana en búast megi við að hátt í 50 þúsund manns mæti. „Það er alveg 15% af þjóðinni. Ætli við séum ekki að fara að slá annað höfðatöluheimsmet í mætingu á þessa tónleika?“ Ed Sheeran-búð var opnuð í Kringlunni um miðjan júlí þar sem Ed Sheeran-varningur er seldur auk þess sem miðar eru afhentir þar. Þar er þó ekki aðeins hægt að fá hinn klassíska tónleikavarning, eins og peysur og húfur heldur eru þar seldar Ed Sheeran-hárkollur og -gleraugu. „Þetta er mjög vinsæll varningur þannig að það verða líklegast þónokkrar Ed Sheeran eftirhermur í salnum,“ segir Ísleifur. Hópur frá Senu fór út til Lissabon fyrr í sumar til að fara á tónleika hjá Sheeran og hitta fólk sem stæði að tónleikunum. Ísleifur segir Sheeran hafa verið einstaklega viðkunnanlegan. „Hann var þarna labbandi um baksviðs eins og hver annar maður. Svo vorum við kynntir fyrir honum og hann varð rosalega spenntur þegar hann heyrði að við værum frá Íslandi,“ segir Ísleifur. „Hann sagðist hlakka lang mest að koma til Íslands. Hann bað okkur líka að redda fyrir sig áritaðri landsliðstreyju, sem við erum að vinna í.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Ed Sheeran koma hingað til lands nokkrum dögum fyrir tónleikana og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða. Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20 Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45 Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18 Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30 Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live, um tónleika Ed Sheeran sem haldnir verða á Laugardalsvellinum um helgina. Greint var frá því á laugardaginn að Sheeran hafi flutt með sér 55 gáma fulla af græjum fyrir tónleikana sem vógu meira en 1.500 tonn. Til samanburðar flutti Justin Timberlake tífalt færri gáma með sér á tónleikana sem hann hélt árið 2014 og flutti Justin Bieber fimmfalt færri gáma með sér árið 2016. Sheeran flytur inn eigið svið fyrir tónleikana sem var sérhannað fyrir hann fyrir þremur árum síðan. „Það er notað á svona 60 til 70 þúsund manna tónleikum þannig að þetta hefur ekki sést áður á Íslandi. Sviðið er 200 tonn og 50 metra breitt og 700 fermetrar í heildina,“ segir Ísleifur í samtali við fréttastofu Vísis. Ísleifur segir sviðið sérstakt að því leiti að það sé byggt út á við. Ekki sé „hol“ í sviðinu eins og venjan er.Mynd tekin klukkan tíu í morgun (t.v.) og mynd tekin klukkan 17 (t.h.). Vel sést hversu vel hefur gengið í dag við að setja upp sviðið.vísirFramkvæmdir á Laugardalsvelli byrjuðu síðastliðinn mánudag og tók vinnuteymið yfir völlinn á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að vinnu við sviðið ljúki á morgun. Hátt í 200 erlendir vinnumenn komu með sviðinu til að setja það upp en einnig voru íslenskir vinnumenn ráðnir. Ísleifur segir sérstaklega marga fylgja sviðinu frá útlöndum vegna þess að mikið sé af sérhæfðum verkefnum. Sviðið er þannig upp sett að allir eiga að sjá Sheeran jafn vel. „Hann er náttúrulega bara einn á sviðinu allan tímann. Það er engin hljómsveit eða neitt en tónlistin er öll live. Hann spilar sjálfur á öll hljóðfærin á sviðinu og tekur þau upp í loop-i þannig að maður fylgist með tónlistinni verða til.“ „Hann heldur þarna mörg þúsund manns í greipum sér, hann er svo heillandi á sviðinu.“Ed Sheeran eftirhermur í salnum Ísleifur segir ekki nákvæmt hve margir komi á tónleikana en búast megi við að hátt í 50 þúsund manns mæti. „Það er alveg 15% af þjóðinni. Ætli við séum ekki að fara að slá annað höfðatöluheimsmet í mætingu á þessa tónleika?“ Ed Sheeran-búð var opnuð í Kringlunni um miðjan júlí þar sem Ed Sheeran-varningur er seldur auk þess sem miðar eru afhentir þar. Þar er þó ekki aðeins hægt að fá hinn klassíska tónleikavarning, eins og peysur og húfur heldur eru þar seldar Ed Sheeran-hárkollur og -gleraugu. „Þetta er mjög vinsæll varningur þannig að það verða líklegast þónokkrar Ed Sheeran eftirhermur í salnum,“ segir Ísleifur. Hópur frá Senu fór út til Lissabon fyrr í sumar til að fara á tónleika hjá Sheeran og hitta fólk sem stæði að tónleikunum. Ísleifur segir Sheeran hafa verið einstaklega viðkunnanlegan. „Hann var þarna labbandi um baksviðs eins og hver annar maður. Svo vorum við kynntir fyrir honum og hann varð rosalega spenntur þegar hann heyrði að við værum frá Íslandi,“ segir Ísleifur. „Hann sagðist hlakka lang mest að koma til Íslands. Hann bað okkur líka að redda fyrir sig áritaðri landsliðstreyju, sem við erum að vinna í.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Ed Sheeran koma hingað til lands nokkrum dögum fyrir tónleikana og njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.
Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20 Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45 Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18 Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38 Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36 Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30 Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Ed Sheeran leysir frá skjóðunni og viðurkennir að hann sé kvæntur Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, hafa verið saman frá árinu 2015. 12. júlí 2019 17:20
Einhverjir erlendir gestir munu missa af Gleðigöngunni Gleðiganga verður farin viku seinna en venja er, meðal annars vegna stórtónleika Ed Sheeran í Laugardal. 26. júlí 2019 18:45
Ed Sheeran hélt fjölsóttustu tónleika Finnlands Breski söngvarinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til landsins í ágústmánuði þar sem hann mun leika á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli hefur nú nýlokið við tveggja tónleika syrpu í Helsinki, höfuðborg Finnlands. 26. júlí 2019 16:18
Ed Sheeran opnar sig og segist haldinn miklum félagskvíða Sheeran segir lítið mál að tala við aðdáendur á förnum vegi. Honum finnst myndatökur þó ekki þægilegar. 13. júlí 2019 18:38
Stjörnum prýdd plata Ed Sheeran komin út Enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran, sem væntanlegur er til Íslands í ágúst þar sem hann mun spila á tvennum tónleikum á Laugardalsvelli, gaf í dag út sína fjórðu plötu, No. 6. Collaborations Project. 12. júlí 2019 10:36
Ed Sheeran-búð opnar í Kringlunni Þann 18. júlí næstkomandi mun Sena Live opna Ed Sheeran-búð í Kringlunni. Búðin opnar í tilefni tveggja stórtónleika söngvarans sem fara fram 10. og 11. ágúst á Laugardalsvelli. 4. júlí 2019 08:30
Heimaleiknum gegn Sviss flýtt vegna tónleika Ed Sheeran Leikur Íslands og Sviss í Laugardalshöllinni í forkeppni EM 2021 fer fram sama dag og fyrri tónleikar Eds Sheeran á Laugardalsvelli. 25. júlí 2019 15:36
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“