Brasilíska fyrirsætan, sem er 22 ára gömul, birti mynd á Instagram þar sem hún situr í baðsloppi baksviðs þar sem hún segir myndatökuna fyrir PINK línu Victoria‘s Secret fara fram.
Hún merkti aðgang PINK línu Victoria‘s Secret á Instagram í yfirskriftinni auk þess sem hún notaði myllumerkin #vspink og #campaign.
Backstage click @vspink #bastidores #new #vspink #campaign #representatividade #diversity #beauty #selfie #model #life #fashion #usa #vstorm #valentinasampaio #bomdiaView this post on Instagram
A post shared by Valentina Sampaio (@valentts) on Aug 1, 2019 at 8:10am PDT
Í samtali við E! News hrósaði Erio Zanon, umboðsmaður Valentiu, henni fyrir afrekið og sagði fréttirnar „æðislegar og hana brautryðjanda.“
Victoria's Secret hefur ekki staðfest ráðninguna.
Sjá einnig: Tískusýning Victoria‘s Secret fer ekki fram í ár
„Hún er svakalega hamingjusöm og stolt af því að fá að vera í forsvari fyrir allt sitt samfélag,“ bætti hann við. „Hún vonast til þess að þetta tækifæri verði skref í áttina að því að fjarlægja hindranir.“
Ed Razek, forstjóri L Brands, móðurfyrirtækis Victoria‘s Secret, lét umdeild ummæli falla í viðtali við Vogue í nóvember í fyrra þegar hann sagði að trans fyrirsætur myndu aldrei koma fram á sýningunni.