Óska eftir því að ummæli starfsmanns Hafró verði dregin til baka Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 11:17 Frá aðgerðum björgunarsveitamanna í fjörunni við Garð um liðna helgi. Vísir/Sunna Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda. Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands lýsir furðu sinni á vangaveltum Sverris Daníels Halldórssonar líffræðings Hafrannsóknarstofnunar í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi þess efnis að svo kunni að vera að hvalaskoðunarbátar hafi átt þátt í því að grindhvalir syntu á land við Garð á Reykjanesi föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni sem send hefur verið á fjölmiðla. Þar er vitnað orðrétt i ummæli Sverris í fréttinni: „En svo frétti ég af hópi sem var inni í Faxaflóanum, sem var sennilega þessi hópur, og það voru sex hvalaskoðunarskip í kringum hann. Þannig að mér finnst nú ekki ólíklegt að það gæti líka truflað þau. Sem sagt hávaði frá skipum.“ Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands segir að þann föstudag og dagana undan hafi engir hvalaskoðunarbátar verið nærri grindhvalavöðunni eftir því sem næst verður komist. Nokkrir hvalaskoðunarbátar hafi fylgst með grindhvalavöðunni sem var í höfninni í Keflavík þann 26. júlí síðastliðinn. „En þar voru einnig aðrir einkabátar og þá tókst að reka hvalina á haf út aftur,“ segir í yfirlýsingunni frá stjórninni.Rannveig Grétarsdóttir er formaður stjórnar samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja.VísirÞar kemur fram að tíu fyrirtæki séu aðilar að Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og fylgi leiðbeinandi reglum um hvernig siglt er að og með hvölum. „Á undanförnum árum hafa hvalaskoðunarfyrirtæki, Háskóli Íslands ásamt erlendum aðilum unnið að rannsóknum á mögulegum áhrifum hvalaskoðunar á hegðun dýranna eins og fæðuöflun og hafa þær leitt í ljós að áhrifin eru lítil eða engin til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingunni. Stjórnin segir að það sé ábyrgðarhluti að fulltrúi Hafrannsóknarstofnunar skuli setja slíkt fram á opinberum vettvangi án þess að geta stuðst við vísindi eða rannsóknir máli sínu til stuðnings. Óskar stjórnin eftir því að yfirlýsing starfsmannsins frá því í gær verði dregin tafarlaust til baka. Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur segir orð líffræðings Hafrannsóknarstofnunar verulega óvarleg. „Það eru fjölmörg dæmi þess að grindhvali reki á land hér og þar í heiminum, jafnvel þar sem hvalaskoðun er mikil. En þrátt fyrir töluverðar rannsóknir finnast engin skýr dæmi um það að hvalaskoðun sé um að kenna,“ skrifar Edda á Facebook. „Það eru fjölmargar ástæður sem geta leitt til hvalreka af þessu tagi. Því miður leitumst við gjarnan eftir einföldum og skýrum svörum frá fréttamiðlum, þannig tapa fréttirnar oft sannleiksgildi sínu. Sú lenska hefur leitt til þess að höfuðáhersla er hér lögð á ansi langsótta athugasemd í fréttinni. Með þessari fyrirsögn er einfaldlega farið með fleipur og getgátum kastað fram án nokkurs stuðnings vísindanna,“ skrifar Edda.
Dýr Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörunni í Garði Ekki tókst að losa öll hræ grindhvalana úr fjörðunni í Garði eins og til hafði staðið. Eitt hræ, sem hafði áður losnað og síðan flotið aftur í land var urðað í fjörinni. Þannig var sleginn botn í langa verslunarmannahelgi björgunarsveitarfólks. 5. ágúst 2019 13:15
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum