Enski boltinn

Gaf Guardiola í skyn að Sane væri á förum?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sane og Guardiola á síðustu leiktíð.
Sane og Guardiola á síðustu leiktíð. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester United, ýtti í dag undir þann orðróm að Leroy Sane, vængmaður félagsins, væri á förum frá Etihad þetta sumarið.

Bayern Munchen hefur verið þrálátlega orðað við Sane í sumar en Sane er frá Þýskalandi. Hann var ekki fastamaður á síðustu leiktíð hjá ensku meisturunum og hugsar sér nú til hreyfings.

Guardiola sagði í viðtali fyrir leik City gegn Liverpool á sunnudaginn að yfirmaður knatspyrnumála, Txiki Begiristain, hafi sent honum skilaboð fyrir nokkrum viku að líklegt væri að Sane myndi endursemja. Sú staða hefur breyst.

„Txiki sendi mér fyrir tveimur eða þremur vikum að samningurinn væri nærri því í höfn. Núna er það ekki svo. Staðan er öðruvísi og þannig stendur þetta,“ sagði Guardiola.

„Ég er ekki var við orðrómanna. Ég vil að leikmaðurinn verði hér áfram. Leikmaðurinn hefur ekkert talað við mig og það er sannleikurinn.“

„Ef hann bankar á dyrnar hjá mér og segir að hann vilji fara mun ég tala við félagið. Við viljum að hann verði áfram því við reyndum að framlengja samning hans um eitt ár,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×