Óhress með borgina en sáttur við settjarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 14:06 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. Vísir/vilhelm Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar. Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur er afar óhress með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið í gær eftir að diselolía lak úr vörubíl við Elliðaárnar. Það komi á óvart að félagið þurfi að frétta af slíku úr fjölmiðlum. Slysið hafi þó sýnt að settjarnir við ánna hafi sannað gildi sitt.Mengunaróhapp varð í gærmorgun þegar díselolía fór niður við Valshóla í Breiðholti. Óhappið varð með þeim hætti að gat kom á olíutank vörubíls eftir að hann hafði keyrt utan í stein. Að mati slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru um 250 – 300 lítrar af díselolíu niður og náðist að hreinsa upp meirihluta hennar. Mögulegt er að um 100 lítrar hafi farið niður um niðurfall á götunni og í ofanvatnskerfi borgarinnar, sem liggur í settjörn í Elliðaárdal og þaðan í Elliðaár. Töluverð mengun var í settjörnum í gær en hreinsun gekk vel og hægt var að koma í veg fyrir að olían bærist í árnar að sögn Rósu Magnúsdóttir, deildarstjóra umhverfiseftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti. Þá verður haldið áfram að hreinsa settjarnirnar í dag. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, hafði ekki frétt af óhappinu þegar fréttastofa hafði samband í morgun. „Við höfum ekkert heyrt af þessu slysi og ekki heyrt að olíufnykur hafi fundist verið árnar. Það verður auðvitað að kanna þetta,“ segir Jón. Hann er afar ósáttur með að Reykjavíkurborg hafi ekki haft samband við félagið beint í gær. „Þegar svona upplýsingar berast er okkur að sjálfsögðu brugðið, en það sem kemur okkur sérstaklega á óvart er að við þurfum að lesa það í fjölmiðlum að það hafi átt sér stað mengunaróhapp - og það í gærmorgun. Við fáum í rauninni engar upplýsingar um það fyrr en í dag.“ Jón Þór segir að settjarnir við árnar hafi sannað gildi sitt þar sem olían hafi sest þar í stað þess að berast í árnar.
Bensín og olía Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Telja að 100 lítrar af díselolíu hafi lekið ofan í ofanvatnskerfið Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í morgun til að hreinsa upp hátt í þrjú hundruð lítra af díselolíu til að reyna að koma í veg fyrir að hún færi ofan í Elliðaár. 1. ágúst 2019 17:37