Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 13:40 Félag eldri borgara reisti 68 nýjar íbúðir í Árskógum í Breiðholti fyrir félagsmenn sína. Vísir/Friðrik Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Félag eldri borgara hefur brugðið á það ráð að krefja kaupendur að nýjum íbúðum fyrir aldraða í Árskógum um milljónir annars fái þeir ekki íbúðirnar afhentar. Gerir félagið það vegna þess að framkvæmdin við þessar nýju íbúðir fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun. Kaupendur eru margir hverjir ekki sáttir við þessi skilyrði, að greiða allt að tíu prósent aukalega af upprunalega verði annars verði fallið frá kaupunum, en varaformaður Félags eldri borgara segir að alltaf hafi staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar geti tekið við hallanum nema kaupendurnir sjálfir. Um er að ræða 68 íbúðir sem voru reistar í Árskógum í Reykjavík og voru fjögur hundruð sem sóttu um að kaupa þær. Kaupendur eru í einhverjum tilvikum með þinglýsta kaupsamninga og telja lögfræðingar þetta skilyrði Félags eldri borgara fyrir afhendingu íbúðanna ekki standast skoðun. Afhendingu var fyrst lofað munnlega í júní, svo um miðjan júlí en í kaupsamningi var kveðið á um að afhending íbúða myndi eiga sér stað í síðasta lagi 31. júlí. Í gær var svo haft samband við ellefu kaupendur þar sem fundað var með hverjum og einum og þeim sett þessi skilyrði, að greiða milljónir aukalega til að fá íbúðirnar afhentar.Afhending lóða seinkaði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður Félags eldri borgara, segir í samtali við Vísi að framkvæmdir við íbúðirnar í Árskógum hafi dregist um eina níu mánuði, um leið hefur byggingarvísitalan hækkað og fjármagnskostnaður aukist. Ein af ástæðunum fyrir seinkuninni er sú, að sögn Sigríðar, að afhending lóðanna frá Reykjavíkurborg tafðist en gera þurfti einnig breytingar á húsnæðinu og ráðast í viðgerðir ásamt öðru. „Þannig að því miður var ekki hægt að afhenda byggingarnar á réttum tíma. Það hefur alltaf staðið til að selja á kostnaðarverði því það er enginn annar sem getur tekið við hallanum. Þetta er niðurstaðan hjá okkur í augnablikinu,“ segir Sigríður.Níu mánaða seinkun hefur orðið á afhendingu íbúðanna.Vísir/FriðrikHún segir einungis viku síðan Félag eldri borgara fékk vitneskju um að svo mikill halli væri á þessum framkvæmdum og síðan þá hafi félagið verið í óða önn að ná til kaupenda og útskýra fyrir þeim stöðuna. „Við ætlum að reyna að gera þetta eins vel fyrir kaupendur og hugsast getur en það er erfitt og getur komið illa niður á ýmsum.“Kemur eilítið aftan að fólki Upprunalega kostnaðaráætlun framkvæmdanna hljóðaði upp á 3,8 milljarða króna en þessi aukakostnaður mun deilast niður á hverja íbúð að sögn Sigríðar. Íbúðirnar eru 68 talsins og er því meðalkostnaður á hverja íbúð því um sex milljónir króna ef miðað er við að framkvæmdirnar hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun. Hún segir enga kaupendur hafa tekið þessu vel og þessi ákvörðun Félags eldri borgara komi eilítið aftan að fólki. Rætt var við ellefu kaupendur í gær en Sigríður segir að um það bil 90 prósent þeirra hafi gengist við þessu skilyrði á meðan aðrir hafa tekið sér umhugsunarfrest. „Auðvitað gefum við fólki umhugsunarfrest og viljum ekki negla það upp við vegg,“ segir Sigríður. Rætt verður við tíu kaupendur í dag, þar sem fundað verður með hverjum og einum einslega, og þannig verður gengið á línuna næstu daga.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira