Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 11:11 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Daníel Örn Wiium hefur undanfarinn einn og hálfan mánuð búið í Dyflinni á Írlandi þar sem bróðir hans Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt í febrúar síðastliðnum. Mbl.is greindi fyrst frá. Daníel Örn segir í samtali við Vísi að hann hafi fengið vinnu í Dyflinni og á meðan geti hann haldið lögreglu í borginni á tánum varðandi rannsóknina á hvarfi bróður hans. „Fyrst og fremst er ég aðallega hér fyrir mig sjálfan en það er bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna. Ég flutti ekki út vegna leitarinnar en það var hluti af því sem ég þarf að gera og get gert á meðan ég er hérna,“ segir Daníel Örn. Hann segir betra að vera í Dyflinni heldur en heima ef nýjar vendingar verða á málinu. Eins og staðan er í dag hafa engar nýjar upplýsingar komið fram en Daníel segir að reglulega sé fylgst með hvort einhverjar hreyfingar eru á bankayfirliti Jóns Þrastar eða samfélagsmiðlum hans. „Það er ekkert annað, ég held að það sé búið að fara í gegnum alla anga sem gætu mögulega leitt til einhvers. Ég held að lögreglan sé annars bara að bíð eftir nýjum upplýsingum.“ Spurður hvað hann ætli að búa lengi í Dyflinni segist hann það algjörlega óráðið. „Ég tek bara einn dag í einu.“ Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira