Búist við fjölmenni í miðbænum vegna Gleðigöngunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 12:10 Frá Gleðigöngu síðasta árs. Vísir/Friðrik Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hinsegin dagar ná hápunkti sínum í dag þegar Gleðigangan verður farin frá Skólavörðuholti. Gangan er sú stærsta frá upphafi og er búist er við miklu fjölmenni í miðbæ Reykjavíkur. Mikið hefur áunnist í baráttu hinsegin fólks en baráttunni er hvergi nærri lokið segir einn göngustjóra. Hinsegin dagar hafa vaxið með miklum hraða undanfarin ár og hefur hinsegin fólk, fjölskyldur þess og vinir fylkt liði í gleðigöngu um miðborgina og endað með útitónleikum. Í dag er Gleðigangan orðin ein af þremur stærstu viðburðum borgarinnar þar sem þátttakendur hlaupa á tugum þúsunda. Steinunn Natasha Daníelsdóttir segir að gangan í dag verði með breyttu sniði. „Hún verður stór og hún fer nýja leið. Þetta verður nýtt og spennandi fyrir marga, okkur líka og það verða atriði sem við höfum ekki séð áður. Atriði sem hafa tekið sé pásu og eru að koma aftur og svo auðvitað gamli góði Palli,“ segir Steina. Um fjörutíu atriði verða í Gleðigöngunni í ár sem leggur af stað frá Hallgrímskirkju klukkan tvö. Hluti þeirra sem taka þátt eru erlendir gestir. „Við fáum alltaf á hverju ári alveg slatta af fólki sem vill annað hvort vera sjálfboðaliðar og hjálpa okkur eða vill fá að komast inn í atriðið hjá okkur og það er alltaf opið fyrir flesta í þessum helstu félagasamtökum eins og Samtökunum 78 og fleirum, þannig að við reynum að koma öllum fyrir þar sem þeim finnst þeir eiga heima,“ segir Steina. Veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er góð og gerir Steina ráð fyrir miklu fjölmenni í bænum. „Þetta hefur verið svona sjötíu þúsund og jafnvel upp í níutíu þúsund sem koma að horfa þannig að það fer svolítið eftir veðri og vindum bara en þetta lítur vel út,“ segir Steina. Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu Hinsegin fólks á undanförnum árum. Steina segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Ég held að aðaláhersluatriðin núna sé á intersex réttindi og líka á hinsegin flóttafólk. Það er svona það sem er helst á stefnuskránni hjá Samtökunum 78 eins og er núna nýlegustu lagabreytingarnar voru settar í gegn með því að klippa kafla um intersex börn. Þannig að við viljum halda áfram að berjast fyrir því. Svo er alltaf mikilvægt að halda við þeim réttindum sem þegar eru komin. Við höfum séð það, til dæmis í Bandaríkjunum að þessi réttindi eru að ganga til baka,“ segir Steina. Gleðiganga Hinsegin daga fer að þessu sinni frá Skólavörðuholti, niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Gleðigangan og útitónleikarnir eru hápunktur Hinsegin daga sem farið hafa fram í Reykjavík frá 8. ágúst. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega í bæinn.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira