Efast um samninga fyrir 15. september Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. ágúst 2019 08:59 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna eru nú að fara af stað aftur eftir sumarfrí. Formaður BHM hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir um að klára samninga fyrir 15. september. „Viðræður eru að skríða af stað eftir sumarfrí. Ég hef strax áhyggjur af því að það verði ekki hægt að standa við endurskoðaðar viðræðuáætlanir og ljúka kjarasamningum fyrir 15. september næstkomandi,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um stöðuna í kjaraviðræðum. Samningar opinberra starfsmanna hafa verið lausir í nokkra mánuði en hlé var gert á viðræðum fyrr í sumar og viðræðuáætlanir endurskoðaðar. Þar var gert ráð fyrir að samningum BHM-félaga við Reykjavíkurborg yrði lokið um miðjan september en samningum við ríki og önnur sveitarfélög um miðjan nóvember. Þórunn segir að sérstakur vinnuhópur vinni nú að því að skoða hvernig stytta megi vinnuviku vaktavinnustétta. Bæði BHM og BSRB hafa lagt mikla áherslu á styttingu vinnuvikunnar í viðræðunum. Þá segist Þórunn vona að starfshópur sem unnið hefur að því að finna leiðir til að létta endurgreiðslubyrði námslána skili tillögum í mánuðinum. BHM hafi um árabil barist fyrir því að stjórnvöld skoði þessi mál af alvöru, bæði vegna endurgreiðslubyrðinnar en líka vegna ábyrgðarmannakerfisins. „Ég geri mér vonir um að tillögur þessa hóps verði uppbyggilegt innlegg í gerð kjarasamninga,“ segir Þórunn. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fólk sé nú að tínast úr sumarfríum og viðræður fari aftur á fullt eftir helgi. Alls semur sambandið við 61 stéttarfélag starfsmanna sveitarfélaga og eru 43 kjarasamningar undir. Líkt og hjá BHM gera endurskoðaðar viðræðuáætlanir ráð fyrir að viðræðum ljúki ýmist um miðjan september eða nóvember. Inga Rún segir annasaman tíma fram undan. „Við förum bjartsýn inn í haustið en það er verk að vinna. Ég er sannfærð um að það munu allir leggja sig fram,“ segir Inga Rún. Deila Starfsgreinasambandsins (SGS) og Eflingar við sambandið er á borði ríkissáttasemjara og munu aðilar funda í næstu viku. SGS og Efling vísuðu deilunni til ríkissáttasemjara þar sem Samband sveitarfélaga hefði ekki verið reiðubúið til viðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Í síðustu viku ákvað SGS að höfða mál fyrir Félagsdómi til að láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda. Samkvæmt upplýsingum frá SGS er verið að leggja lokahönd á stefnuna og gert ráð fyrir að hún verði klár eftir helgi.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira