Áföll eru ekki alltaf skyndilegir atburðir Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 17. ágúst 2019 10:00 Sara segir fólk oft ekki átta sig á því hvaða atvik eða reynsla valdi því að fólk upplifi vanlíðan. Fréttablaðið/Valli Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Sara Oddsdóttir er menntuð sem lögfræðingur, en býður nú upp á andlega leiðsögn í Sólum jógastúdíói. Sara hefur alltaf haft mikinn áhuga á mannlegri breytni og af hverju við tökum þær ákvarðanir sem við tökum. Hún ætlar að leggja stund á markþjálfun í HR í haust. „Fólk pantar sem sagt einkatíma hjá mér og þetta er í raun samtalsmeðferð. Fólk sem kemur til mín er flest búið að vera í einhverri sjálfsvinnu, en finnst eitthvað vanta. Mitt hlutverk er að aðstoða það í að finna hvað það er, þá oft með því að skoða fortíð þess. Oft á fólk erfitt með að átta sig á því hvað er nákvæmlega að orsaka vanlíðanina,“ segir Sara. Hún segir oft vera um að ræða einstaklinga sem eru búnir að leita einhverra ráða en eru samt sem áður á einhvern hátt fastir í því að líða ekki nógu vel. „Vandinn getur verið alls konar og ólíkir hlutir að plaga fólk. Það getur til dæmis verið eitthvað úr æsku sem fólk hreinlega áttar sig ekki á að sé að hafa þessi áhrif. Mér finnst það oftar en ekki vera eitthvað gamalt óuppgert úr æsku en einstaklingarnir átta sig einfaldlega ekki á því að það sé rót vandans.“ Sara segir fólk oft ekki tengja við eða átta sig á áhrifunum. „Áföll eru líka ekki alltaf skyndilegir atburðir, heldur einnig endurteknir atburðir sem við myndum ekki flokka sem áfall því ef þeir kæmu fyrir einu sinni, jafnvel nokkrum sinnum, í æsku myndu þeir ekki hafa áhrif á okkur.“ Að sögn Söru hafa ótti og skömm mikil áhrif á það hvernig fólk tekur á málunum. „Ótti og skömm verða stundum ráðandi einkenni við ákvarðanatöku. Við þróum með okkur neikvætt hegðunarmunstur, sem við erum hugsanlega meðvituð um, en kunnum ekki segja skilið við,“ segir Sara. Hún segist reyna að aðstoða fólk við að finna af hverju þetta stafar, og margt fólk upplifi þessa tómleikatilfinningu þrátt fyrir velgengni á ýmsum sviðum. „Þess vegna er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og sjá hvort þessi vanlíðan okkar stafi hugsanlega af einhverjum slíkum endurteknum atvikum. Atvikum sem hafa verið að móta okkur í langan tíma og koma í veg fyrir að við getum stigið að fullu inn í verðleika okkar.“ Sara segir skort á kærleika, nánd og umhyggju í æsku geta orðið til þess að fólk telji sig ekki eiga betra skilið. „Þá er ég ekki endilega að tala um heimili þar sem ríkir stríðsástand eða mikil óregla, heldur eins og sumir myndu segja: bara dæmigert heimili, mamma og pabbi voru að vinna allan daginn og við systkinin þurftum bara að sjá um okkur sjálf. Allir hafa þörf fyrir að aðrir sjái þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira