Lífið

Fyrir og eftir: Ódýr garðpallur orðinn að paradís

Andri Eysteinsson skrifar
Ísland í dag leit við á stórglæsilegum pallinum.
Ísland í dag leit við á stórglæsilegum pallinum.
Sumarið í fyrra var vætusamt með eindæmum og var það mál manna að sumarið hafi hreinlega aldrei komið. Hið minnsta var varla hægt að njóta þess.

Því vakti mikla athygli þegar arkitektinn Ólafur Sigurðsson í Mosfellsbæ byggði 460 fermetra glerhúsi utan um hús sitt og garðinn. Þar mun Ólafur, auk eiginkonu sinnar Svövu, notið veðursældar og gróðurs allt árið um kring og ræktað ótrúlegustu hluti.

Sumarið í ár hefur hins vegar verið langtum skárra, með ólíkindum sólríkt og hlýtt. Því hafa hjónin Ingunn Björg Sigurjónsdóttir og Sigurjón Hjaltason gert upp bakgarðinn sinn og pallinn með ótrúlega ódýrum og sniðugum lausnum.

Vala Matt og Ísland í Dag kíktu við hjá Ingunni og Sigurjóni og sáu að með því að mála allt svart, kaupa ódýr húsgögn og með því að smíða útieldhús hafa þau gert garðinn og pallinn að algjörri paradís. Ingunn og Sigurjón hafa að sjálfsögðu notað hann nánast daglega í sumar.

Eins og áður segir kíkti Ísland í dag við hjá þeim hjónum og fékk að sjá hvernig pallurinn var, bæði fyrir og eftir breytingu. Innslagið má sjá hér að neðan ásamt myndum frá pallinum.

Klippa: Fyrir og eftir: Ódýr garðpallur orðinn algjör paradís!
Pallurinn fyrir
og eftir.
Fyrir
og eftir.
Huggulegt útieldhús.
Smart





Fleiri fréttir

Sjá meira


×