Mun fleiri veitingastaðir hafi opnað heldur en lokað síðustu 18 mánuði Birgir Olgeirsson skrifar 16. ágúst 2019 16:21 Formaður skipluagsráðs segir borgina ekki ætla að stýra fjölda veitingastaða. Vísir/Vilhelm Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu. Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mun fleiri staði hafa opnað heldur en lokað í miðborginni undanfarna átján mánuði og að borgaryfirvöld ætli sér ekki að stýra fjölda veitingastaða. Fréttir hafa verið sagðar af lokun veitingastað undanfarnar vikur, þar á meðal Dill og Ostabúðarinnar, en eigandi þess síðarnefnda sagði í viðtali á Bylgjunni í vikunni að rekstrarumhverfi í miðborginni væri sérstaklega erfitt því mörgum sé hleypt inn á markaðinn. Í miðborginni séu ekki aðeins fjöldi veitingastaða heldur einnig fjöldi matarvagna.Eigandi Ostabúðarinnar er Jóhann Jónsson en hann sagði að ekki væri markaður fyrir allan þennan hóp og nefndi að 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Úti á Granda séu þau orðin tólf til þrettán hundruð talsins. Veitingamenn hafa margir hverjir haft á orði undanfarin misseri að borgin veiti of mörg leyfi til veitingarekstur í miðborginni en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, segir þennan kvóta aðeins eiga við fjölda verslana við ákveðnar götu í miðborg Reykjavíkur.Sigurborg Ósk Haraldsóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs.FBL/Anton Brink„Það er í rauninni til að vernda verslun í miðbænum því við teljum hana mikilvæga. Veitingastaðir geta komið þegar kvóti verslana er uppfylltur í þeim götum. Stýringin gengur út á það. Við myndum ekki vilja að Laugavegurinn myndi breytast í veitingagötu, þá yrði hún einhæf og myndi missa aðdráttarafl. Þess vegna viljum við halda í verslanir þar,“ segir Sigurborg.Mun teygja sig upp á Suðurlandsbraut Eftir því sem ferðamönnum fjölgaði í miðborg Reykjavíkur sáu sér fleiri færi á að opna verslanir á Laugaveginum og þá um leið skapaðist rými til að fjölga veitingastöðum í götunni. En fjölgun veitingastaðanna hefur þó aðallega orðið í hliðargötum við Laugaveg, í Grjótaþorpinu, við Hlemm, á Hafnarbakkanum og alla leið út á Granda. „Í rauninni hefur miðbærinn stækkað mjög mikið undanfarin ár og í framtíðinni mun þetta teygja sig alla leið upp á Suðurlandsbrautina,“ segir Sigurborg.Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar, sagði í vikunni að um 35 þúsund sæti væru fyrir matargesti í miðborginni. Vísir/Vilhelm.„Þetta er ákveðinn markaður sem ríkir hér og ef það er eftirspurn eftir fleiri veitingastöðum þá opna fleiri veitingastaðir. Mér finnst ekki eðlilegt að við sem stjórnvald séum að fara að grípa beint inn í það.“Miðborgin í örum vexti Sigurborg bendir á að sé rýnt í nýjustu tölur, sem teknar voru saman í vikunni, um fjölda veitingastaða og verslana í miðborginni þá kemur í ljós að 59 verslanir og veitingastaðir hafa opnað þar á síðustu átján mánuðum. Þar af eru sex sem hafa fært sig um set í miðbænum. „Það er óhætt að segja að það eru miklu fleiri staðir að opna en loka og miðborgin hefur aldrei verið blómlegri en akkúrat núna,“ segir Sigurborg. Hún segir miðborgina það svæði í Reykjavík sem sé í mestri sókn. Þetta sé hluti af alþjóðlegri þróun þar sem fólk sækir minna í stórar verslunarmiðstöðvar en beinir sjónum sínum frekar að miðbæjum þar sem það sæki í mannlíf og matarmenningu.
Matur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira