„Við bjuggum í Vestmannaeyjum í fimm ár og vorum alltaf á lundapysjuveiðum. Þannig að við erum vön þessu,“ segir Katrín.

„Gætu verið alveg þúsund. Mjög mikið allavega,“ svarar Katrín.
Bróðir hennar segir að fuglinn sem hefur fengið heitið Goggi hafi verið frekar daufur í dálkinn í byrjun.

„Hún var svolítið næringarlaus í hádeginu en við erum búin að gefa henni að borða. Hún er komin með smá orku. Við erum búin að gefa henni þorsk og bleyta hana með lýsi,“ segir Guðmundur Þorlákur Bjarni.
Hvernig er lyktin af henni?
„Hún er ekkert rosa sérstök, hún er búin að vera í kassa og skíta endalaust þannig það er ekkert rosa góð lykt af henni.“
Þau segja að Goggi hafi verið fljótur að venjast fjölskyldunni en ætla að sleppa honum á morgun og vona að hann bjargi sér á eigin spýtur.