Veislan aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2019 06:00 Vafalaust myndast ákveðið gat á veislustjóramarkaðinum þegar Margrét eignast frumburð sinn. Fréttablaðið/Ernir Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Fjöllistakonan og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack stendur fyrir námskeiðum í veislustjórn í vikunni. Í mars síðastliðnum var hún uppbókuð og flestir í sama bransa sem hún beindi fólki vanalega til einnig. Í kjölfarið fékk hún þá hugmynd að bjóða upp á námskeiðin, enda uppfull um fróðleik eftir að hafa verið í skemmtanabransanum í meira en áratug.Stundum gengið eins og í sögu, stundum eins og í martröð „Ég var svolítið að lenda í að fólk var að hringja í mig í stressi að segja mér að það hefði tekið að sér veislustjórnun og hefði ekki hugmynd um hvað það ætti að gera. Það var þá fólk sem mér finnst mjög skemmtilegt og sniðugt og ég hélt að myndi alveg geta þetta,“ segir Margrét Erla um ástæðu þess að hún ákvað að bjóða upp á námskeiðin. Hún segist oft í gegnum tíðina hafa fengið spurningar tengdar veislustjórnun. „Hvað á að rukka, í hverju á að vera, hvernig er best að raða upp kvöldi. Ég er auðvitað alls ekki alvitur, en veislustjórn og skemmtanir hafa verið lifibrauð mitt síðustu fjögur árin, ég hef skemmt í frábærum og hræðilegum veislum. Allt hefur gengið eins og í sögu og eins og í martröð.“ Samskipti við eldhúsið mikilvæg Hún segist eiga alls konar sögur sem geta verið öðrum víti til varnaðar. „Samskiptin við yfirþjón og eldhús eru til að mynda lykilatriði. Ef bókaðir eru aðrir skemmtikraftar sem eru vinsælir þurfa tímasetningar að standast. Ari Eldjárn getur ekki beðið í 15 mínútur. Mér finnst líka eins og veislustjórinn sé sá sem setur sparistemninguna í veisluna.“ Margrét segist einbeita sér að veislustjórn á viðburðum tengdum fyrirtækjum, en á námskeiðinu verði líka farið út í punkta sem henta brúðkaupum, stórafmælum og ráðstefnum. „Ég myndi segja að námskeiðið henti í raun öllum þeim sem sjá fyrir sér að stýra mannamótum. En svo er líka gott að muna að veislan er aldrei skemmtilegri en fólkið sem er í henni. Það á jafnt við um veislustjórann og þá sem sitja með manni við borð.“ Pláss fyrir fleiri veislustjóra Margrét hefur verið í bransanum síðan 2007 og segir marga halda að eftir það hafi komið dýfa í skemmtibransann. „Þvert á móti. Vinnustaðir leggja mikið upp úr að halda í þessi mannamót á borð við árshátíðir, þorrablót og jólahlaðborð, því þau eru svo mikilvæg fyrir móralinn. Við sjáum það líka á fjölda viðburðafyrirtækja að fólk sækir í þjónustu þar sem er ákveðin reynsla til staðar. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að halda þetta námskeið er að til dæmis núna í mars síðastliðnum var ég í vandræðum að benda á fólk því ég var bókuð öll föstudags- og laugardagskvöld í þeim mánuði,“ segir Margrét Hún segir alla sem hún hafi þekkt og gat vanalega beint fólki til hafi einnig verið uppbókaða þann mánuðinn. „Það er því pláss fyrir fleiri veislustjóra og skemmtikrafta, sérstaklega sem taka að sér minni veislur, og fullt af fólki sem langar að vita hvort þetta er eitthvað sem hentar því. Það eru tvö pláss laus á námskeiðið í kvöld, mánudagskvöld, og aðeins fleiri á morgun og næsta mánudag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira