Tónleikar Ed Sheeran fram úr björtustu vonum að mati gesta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 20:00 Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. Nokkurrar óánægju gætti þó meðal þeirra sem þurftu að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Mikil stemning ríkti í Laugardal í gær þar sem þrjátíu þúsund manns voru saman komnir til að hlusta á ljúfa tóna breska söngvarans. Þegar Laugardalsvöllur opnaði klukkan 16 sást fólk hlaupa inn á svæðið til að ná sem besta plássi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar rauðbirkni Sheeran sást nálgast sviðið. Gestir virtust gestir njóta sín vel í faðmi vina þegar þeir hreyfðu sig við ljúfa tóna. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. „Já ég hef beðið í einn og hálfan tíma. Þetta er alveg ömurlegt skipulag. Röðin náði upp að Álfheimum. Hún gengur mjög hægt. Sena þetta er stór skita,“ sagði tónleikagesturinn Emil. Nýtt skipulag verður á tónleikunum í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Af viðbrögðum fólks eftir tónleikana að dæma virtist röðin ekki hafa spillt fyrir gleðinni. „Þetta var æðislegt,“ sagði Stefanía. Hvernig var upplifunin? „Upplifunin var rosaleg, æðisleg, hann spilaði öll lög sem ég vonaði að hann myndi spila,“ sagði Goði Már. „Alveg einstakt að upplifa Ed Sheeran live,“ sagði Sigurgeir. „Þeir voru geðveikir og betri upplifun en ég átti von á,“ sagði Hanna Rún. „Þeir voru rosalega skemmtilegir,“ sagði Elísabet. „Jú þetta fór klárlega fram út væntingum. Ég bjóst ekki við þessari umgjörð hjá Ed Sheeran,“ sagði Sigurgeir. „Ég myndi fara aftur,“ sagði Hanna Rún. Vel gekk að rýma svæðið og tók það um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Þá nýttu fjölmargir sér gjaldfrjálsa þjónustu strætó frá Laugardalsvelli að Kringlunni. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tónleikagestir voru ánægðir með frammistöðu Ed Sheeran á Laugardalsvelli í gær og sögðu þeir að hann hafi farið fram úr björtustu vonum. Nokkurrar óánægju gætti þó meðal þeirra sem þurftu að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Mikil stemning ríkti í Laugardal í gær þar sem þrjátíu þúsund manns voru saman komnir til að hlusta á ljúfa tóna breska söngvarans. Þegar Laugardalsvöllur opnaði klukkan 16 sást fólk hlaupa inn á svæðið til að ná sem besta plássi. Allt ætlaði um koll að keyra þegar rauðbirkni Sheeran sást nálgast sviðið. Gestir virtust gestir njóta sín vel í faðmi vina þegar þeir hreyfðu sig við ljúfa tóna. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. „Já ég hef beðið í einn og hálfan tíma. Þetta er alveg ömurlegt skipulag. Röðin náði upp að Álfheimum. Hún gengur mjög hægt. Sena þetta er stór skita,“ sagði tónleikagesturinn Emil. Nýtt skipulag verður á tónleikunum í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Af viðbrögðum fólks eftir tónleikana að dæma virtist röðin ekki hafa spillt fyrir gleðinni. „Þetta var æðislegt,“ sagði Stefanía. Hvernig var upplifunin? „Upplifunin var rosaleg, æðisleg, hann spilaði öll lög sem ég vonaði að hann myndi spila,“ sagði Goði Már. „Alveg einstakt að upplifa Ed Sheeran live,“ sagði Sigurgeir. „Þeir voru geðveikir og betri upplifun en ég átti von á,“ sagði Hanna Rún. „Þeir voru rosalega skemmtilegir,“ sagði Elísabet. „Jú þetta fór klárlega fram út væntingum. Ég bjóst ekki við þessari umgjörð hjá Ed Sheeran,“ sagði Sigurgeir. „Ég myndi fara aftur,“ sagði Hanna Rún. Vel gekk að rýma svæðið og tók það um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Þá nýttu fjölmargir sér gjaldfrjálsa þjónustu strætó frá Laugardalsvelli að Kringlunni. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Reykjavík Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02