Leitin ekki borið árangur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 19:00 Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leit að ferðamanni við Þingvallavatn hefur ekki borið árangur. Leit er lokið í dag og verður staðan metin á morgun. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið Austur að kanna aðstæður fyrir kafara. Björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar á og í Þingvallavatni í gær eftir að mannlaus bátur fannst á floti í vatninu. Gengið er út frá því að manneskja hafi veriðí bátnum. Við leitina í gær fannst bakpoki í flæðarmálinu en báturinn og bakpokinn tilheyra sama manni. Aðgerðarstjóri björgunarsveitar Árnessýslu segir leitina hafa gengið vel en þó án árangurs. „Í dag leituðum við aðallega gangangi, gengum vatnsbakkana og allan hringinn i kringum vatnið. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom og flaug yfir hluta leitarsvæðinu með okkur. Við leituðum einnig með hundi og svo vorum við með bát sem sigldi um vatnið. Síðan í gær hefur ekkert nýtt fundist, báturinn og bakpokinn fundust í gær en síðan þá hefur ekkert nýtt komið,“ sagði Þorvaldur Guðmundsson, í aðgerðarstjórn björgunarsveitar Árnessýslu. Ekki var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, en að sögn upplýsingafulltrúa gæslunnar var þyrlan TF-LÍF á leið í annað útkall á Kili sem var afturkallað. Í bakaleiðinni var því tekin ákvörðun um að nýta ferðina og aðstoðaði við leitina um klukkan 13.30 í dag. Leitað er að erlendum ferðamanni við Þingvallavatn en að sögn yfirlögreglustjóra er vitað um hvern sé að ræða. Sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur til að kanna aðstæður í Þingvallavatni til þess að athuga hvort fært sé fyrir kafara á svæðinu. Leit er lokið í dag og verður fundað um framhaldið á morgun. „Við erum semsagt hætt leit í dag og framhaldið verður síðan ákveðið með lögreglu á morgun,“ sagði Guðmundur.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48 Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07 Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. 11. ágúst 2019 08:48
Aðstæður fyrir köfun í Þingvallavatni kannaðar Verið er að athuga hvort hægt verði að senda kafara niður við inntak Steingrímsstöðvar í Þingvallavatni. 11. ágúst 2019 16:07
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28