Opnuðu búðina sérstaklega fyrir Sheeran Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 17:41 Grímkell Sigurþórsson, Ed Sheeran, Gilbert Guðjónsson og Sigurður Gilbertsson í búðinni á Laugavegi í dag. Mynd/JS Watch Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hélt í veglega verslunarferð í miðbæ Reykjavíkur í dag og fjárfesti í sex úrum í úraversluninni JS Watch á Laugavegi. Talsmenn söngvarans boðuðu komu hans fyrr í dag og eigendur stukku til og opnuðu búðina sérstaklega fyrir kappann. Sheeran er staddur hér á landi til að halda tvenna tónleika á Laugardalsvelli. Fyrri tónleikarnir fóru fram í gær en þeir seinni verða haldnir í kvöld. Grímkell Sigurþórsson úrsali segir í samtali við Vísi að Sheeran hafi ekki virkað þreyttur eftir tónleikana, söngvarinn hafi verið afar þægilegur í samskiptum. „Hann var virkilega skemmtilegur og alþýðlegur náungi að hitta. Hann var bara eins og gæinn í næsta húsi,“ segir Grímkell. „Við fengum símtal fyrr í dag þar sem við vorum spurð hvort við gætum opnað verslunina því hann langaði svo að kíkja á okkur.“ Verslunareigendur hafi að sjálfsögðu orðið við því. Sheeran mætti svo í búðina ásamt tveimur fylgdarmönnum og keypti sex úr, m.a. handa sjálfum sér og móður sinni. Í innkaupakörfuna fór til dæmis úrið Sif sem JS Watch hannaði sérstaklega fyrir Landhelgisgæsluna. Þá fékk Sheeran annað sérhannað úr í gjöf frá Senu, sem JS Watch hannaði fyrir íslenska karlalandsliðið þegar þeir komust á heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2016. Sheeran er enda mikill aðdáandi landsliðsins en hann hefur ítrekað sést í treyju merktri liðinu, nú síðast á tónleikunum í gær og í gleðskap síðar um kvöldið. Sjálfur birti Sheeran mynd af sér í treyjunni á Instagram nú fyrir skömmu auk fleiri mynda af tónleikunum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan og færsluna sjálfa má nálgast hér.Instagram/@Teddysphotos
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. 11. ágúst 2019 12:09
Ed Sheeran fékk sér íslenskt brennivín úr ísskúlptúr af sjálfum sér Poppstjarnan Ed Sheeran virtist skemmta sér konunglega í eftirpartýi sem haldið var eftir tónleika hans sem fóru fram á Laugardalsvelli í gær. 11. ágúst 2019 15:49
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02