Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni. Dægurmenningarfræðingur segir margt orsaka vinsældir breska tónlistarmannsins, meðan annars hve vingjarnlegur hann er.
Búist er við 50.000 manns á tónleikana í dag og á morgun. Fljótlega seldist upp á tónleika dagsins og munu því þrjátíu þúsund manns horfa á kappann á Laugardalsvelli í kvöld.
Dægurmenningarfræðingur segir að sú staðreynd aða Ed Sheeran sé eðlilegur og vinalegur spila stóran þátt í vinsældum hans.
„Ed Sheeran er einstaklega vinalegur drengur. Það er ekki hægt að segja neitt illt um þennan mann. Tónlistarlega nær hann einhverjum fáránlegum skurðpunkti þar sem þetta er aldrei það lélegt að fólki finnist þetta hörmung, en heldur aldrei of tilraunakennt þannig að fólk styggist. Hann nær að sameina alveg ótrúlegan fjölda af fólki virðist vera. Lögin endalaust í útvarpi. Síðan er komið ákveðið orðspor á þessum tónleikum, að þetta sé voðalega ljúft og þægilegt og yndisleg kvöldstund. Það er þetta sem hann hefur náð í gegn. Lítandi út eins og aukaleikari í Lord of the Rings þá er þetta alveg magnaður árangur,“sagði Arnar Eggert Thoroddsen, Dægurmenningarfræðingur.
Laugardalsvöllur opnar klukkan 16 og verður aðgengi að höllinni takmarkað á köflum í dag og kvöld. Reykjavegi var lokað fyrir allri umferð klukkan 12 á hádegi í dag og á morgun.
Takmörkuð umferð verður við Engjaveg sem takmarkast við fjóra í hverjum bíl. Þá verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan á tónleikum stendur.
Boðið verður upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá norðurhlið Kringlunnar að tóneikasvæði fyrir og eftir tónleika. Fyrstu ferðir eru klukkan 15.30. Nánari upplýsingar um tónleikasvæðið má sjá á heimasíðu Strætó og Senu.
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er

Tengdar fréttir

Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið
Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku.

Tónleikagestir fá frítt í Strætó
Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Sheeran kominn til landsins og ætlar að vera sem lengst
Enn er unnið að því að setja upp ljósabúnað og skjái fyrir tónleika Eds Sheeran sem fara fram um helgina. Búist er við um 50.000 gestum.
