Finnur fljótt hvort stemmingin sé góð Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:00 Sóli Hólm hefur tekið að sér veislustjórn til margra ára. Núna er hann meira farinn að troða upp sem skemmtikraftur. Vísir Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Hann segir að í fyrstu hafi verið erfitt að koma fram en nú sé þetta auðvelt enda spili reynslan þar inn í. „Ég hef alltaf átt auðvelt með þetta en var auðvitað stressaðri yfir að veislustjórnin myndi klikka fyrir 10 árum. Svo spilar auðvitað margt inn í eins og andi í fyrirtækinu almennt og auðvitað ölvunarstig,“ upplýsir hann. Sóli segist geta mælt út stemminguna í salnum mjög fljótt. „Maður finnur allavega ef hún er sérstaklega góð. Ef hún er hægari þá þarf að taka upp einhver leynivopn. Maður þarf að lesa salinn og alls ekki reyna að sjokkera fólk með því að vera grófur. Það er reyndar ódýrasta leiðin. Veislustjórinn þarf að varast taktleysi. Misjafnt er hversu miklar kröfur fólk gerir til veislustjóra en fólk vill samt alveg fá eitthvað fyrir peninginn,“ segir hann. „Ég hef þó ekki upplifað ósanngjarnar kröfur,“ bætir hann við. Sóli segir að veislustjórinn eigi miklu frekar að vera fyndinn og skemmtilegur en einhver svakalegur brandarakarl. „En það er auðvitað smekksatriði,“ segir hann. Sóli hefur ekki lent í veislu þar sem salurinn er ekki móttækilegur fyrir veislustjóranum. „Þótt stemmingin sé auðvitað ekki alltaf frábær nær maður að trekkja fólk í gang með réttu brögðunum. Ég er svo lánsamur að hafa gítarinn og sönginn að grípa í ef fólk er til dæmis orðið of drukkið fyrir talað mál.“ Þegar hann er spurður hvort hann hafi upplifað vandræðalegt augnablik, svarar hann: „Sennilega var það þegar ég var að byrja að veislustýra og var skammaður af manni fyrir að láta ekki röðina ganga nógu hratt í ístertuna sem var búið að kaupa. Hann var sérstaklega ánægður með tertuna því hún var með sérpantaða áletrun. Þessi sérstaka áletrun var Árshátíð 2010!“ Sóla finnst langskemmtilegast að veislustýra troðfullum félagsheimilum úti á landi en segist alltaf hafa gaman af þessu starfi. „Já, ég geri það. Ég viðurkenni að stundum nenni ég ekki af stað en þegar ég stend á sviði seinna um kvöldið fyrir framan skellihlæjandi hóp af fólki þá man ég af hverju ég vinn við þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00 Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30 „Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Sjá meira
Faðir Sóla Hólm: „Hann er algjör aumingi í drykkju“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. 17. mars 2019 10:00
Svefngalsi í Pétri og Sóla Sólmundur Hólm Sólmundarson og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér á Byggðasafnið í Görðum Akranesi í nýjasta þætti af Næturgestum á Stöð 2. 7. maí 2019 14:30
„Hefði ekki viljað hafa neinn annan með mér í þessu“ Síðastliðinn áratug hefur Sólmundur Hólm Sólmundarson starfað sem skemmtikraftur og heillað þjóðina upp úr skónum. Árið 2017 greindist Sóli með eitlakrabbamein og við tók heljarinnar barátta við meinið. 14. mars 2019 11:30