Glæsileikinn allsráðandi í veislunni Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ástríða Stefaníu er að skreyta sali enda hefur hún gaman af föndri og skreytingavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira