Glæsileikinn allsráðandi í veislunni Elín Albertsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ástríða Stefaníu er að skreyta sali enda hefur hún gaman af föndri og skreytingavinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga. Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Stefanía Helga Kjartansdóttir hefur mikla ástríðu fyrir því að skreyta veislusali. Hún hefur skreytt alls kyns sali fyrir brúðkaup, afmæli og árshátíðir. Stefanía sækir innblástur í íslenska náttúru. Stefanía hefur haft mikinn áhuga á blómum og skreytingum frá því hún var lítil stúlka. Þá rak móðir hennar blómabúð í Mosfellsbæ og Stefanía var daglegur gestur þar og hjálpaði til. „Ætli áhuginn hafi ekki vaknað á þessum tíma,“ segir hún.Fallegur salur sem Stefanía skreytti fyrir brúðkaup náins ættingja.„Móðir mín var talsvert í skreytingum og faðir minn hefur mikinn áhuga á blómum. Hann hefur reyndar hjálpað mér mikið með skreytingar, bæði hrært steypu, smíðað og lagfært. Ætli þetta sé ekki í genunum,“ segir hún. „Á tímabili velti ég því fyrir mér að fara í Garðyrkjuskólann og læra blómaskreytingar en svo ákvað ég að hafa þetta frekar sem áhugamál en starf. Ég hef gaman af því að gúgla allt mögulegt sem tengist skreytingum og fæ oft góðar hugmyndir með því. Það hafa margir spurt mig af hverju ég sé ekki að vinna í blómabúð og við skreytingar,“ segir hún. „Mér finnst þetta rosalega skemmtileg vinna og vil alls ekki fá leiða á henni. Betra að hafa þetta á kantinum,“ bætir hún við.Sveitabrúðkaup. Stefanía skreytti hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir vini sína.„Ég hef bara fyrst og fremst verið að skreyta fyrir vini og ættingja og haft mjög gaman af þessu. Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá Skeljungi og þá var ég fengin til að skreyta sal fyrir árshátíð starfsmanna sem var haldin í Broadway. Ég skreytti aftur ári síðar fyrir Skeljung. Upp frá því fékk ég nokkrar beiðnir frá félögum sem höfðu séð skreytingar eftir mig. Meðal annars breytti ég einu sinni bílageymslu í partísal. Ég fékk sömuleiðis mjög skemmtilegt verkefni, að skreyta hlöðu í Ísafjarðardjúpi fyrir sveitabrúðkaup.“Stefanía notar gjarnan jurtir úr náttúrunni til að skreyta veislusali en brúðkaupsvendirnir eru gerðir úr lifandi blómum.Stefanía segir að hún noti mikið ljósaseríur til að skreyta með. Oft setur hún þær þétt í loftið á salnum ef sá möguleiki er fyrir hendi. „Þetta getur verið talsvert föndur og vinna svo maður þarf að hafa tímann fyrir sér og gott að byrjað tímanlega fyrir veisluna. Ég tíni jurtir, mála steina og breyti jafnvel gömlum hlutum í kertastjaka. Maður þarf að nota hugmyndaflugið og það er gott ef hægt er að endurnýta hluti og halda kostnaði í lágmarki. Það er líka vel hægt að leika sér í borðskreytingum,“ segir hún.„Mér finnst gaman að vinna út frá þema. Ég spyr fólk yfirleitt um uppáhaldslit en það er ekki alltaf sem hann er til staðar. Þá reyni ég að finna hann út eða hef þetta svolítið rústik eða gróft og rómantískt. Ég nota mikið jurt sem nefnist fjalldrapi og er af birkiætt. Einnig nota ég lyng og aðrar fallegar jurtir. Með þessu nota ég striga og blúndu sem gefur rómantískt yfirbragð. Ég hef búið til servíettuhringi úr fjalldrapa enda eru greinarnar mjúkar og auðvelt að sveigja þær. Ég hef sömuleiðis sagað niður tré sem átti hvort eð var að farga og útbúið ljós úr þeim. Það er hægt að nota svo ótrúlega margt í skreytingar, alltaf hægt að mála, spreyja og lita,“ segir Stefanía Helga.
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira