Fordómar hinna fullorðnu verstir: „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 21:00 Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta Abiba Þórhallsdóttir er 19 ára gömul en hún hefur frá unga aldri upplifað fordóma vegna húðlitar síns og hefur þurft að þola uppnefni, stríðni og jafnvel líkamlegt ofbeldi. Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta segir að þegar hún var ung hefði hún óskað þess að hafa fæðst hvít. „Þegar þú ert svona ungur þá tekurðu kannski ekkert eftir þessu þegar fólk segir einhver svona skot á þig en ég heiti sem sagt Birta Abiba Þórhaldsdóttir og ég myndi segja að það sem tók fyrst mikið á mig var að vera kölluð Birta api, þú veist, af því ég er brún og Abiba hljómar eins api,“ segir Birta í viðtali við Ísland í dag.Klippa: Ísland í dag - "Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur" Aðspurð hvort fordómarnir og aðkastið hefði einskorðast við samnemendur hennar svarar Birta neitandi og útskýrir. „Fyrst voru þetta bara krakkar á mínum aldri en svo þegar ég byrjaði að vinna í þjónustustörfum, til dæmis á búðarkassa, byrjaði þetta að vera fullorðið fólk. Þetta skiptist svolítið í kynslóðir,“ segir Birta. Krakkar og unglingar hefðu allajafna ekki gert sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og eldri kynslóðir séu á gráu svæði vegna þess að fordómar hefðu áður verið normalíseraðir á Íslandi. Fullorðna fólkið sem hefur í frammi særandi og fordómafull ummæli eru verst að sögn Birtu. „Vegna þess að þau eiga að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og þau nota þetta til þess að særa eða þegar þau eru pirruð eða eitthvað slæmt gerist,“ segir Birta. Óhjákvæmilega hafði þetta mikil áhrif á Birtu sem barn en hún þráði ekkert heitar en að vera hluti af hópnum. „Því eldri sem ég verð, því meira fer þetta bara fram hjá mér en eins og margir krakkar sem ég hef talað við heyra svona brandara eða eitthvað svona, eins og einu sinni var ég í búð og þá var öskrað á mig „það eru vatnsmelónur á útsölu“ út af því að ég er svört.“ Birta segir að það hefði tekið mikið á hana þegar við hana var sagt „Þú kýlir ekki negra, þú sparkar í hann“. Hún lýsir því síðan þegar sparkað var í hana. „Þetta tekur alveg á og þetta festist í hausnum á þér.“ Birta segir að henni hefði lengi liðið eins og enginn skildi hana. „Ég var ein af tveimur lituðum krökkum í grunnskólanum mínum og þegar grunnskólinn minn ákvað að gera „black-face“ leikrit af Hair spray, þannig að öll voru hvít en lituðu sig svört, þá voru það bara við tvö sem sáum eitthvað að því þannig að það var þaggað voða hratt niður í því,“ segir Birta sem bætir við að hún væri afar lánsöm að eiga að móður sem stæði þétt við bakið á henni. Hún hefði ávallt verið reiðubúin að strunsa í skólann og lesa þeim pistilinn.Birta kveðst afar þakklát móður sinni sem stæði alltaf við bakið á henni.„En þegar þú ert svona ungur þá held ég að þú fattir ekki að þú hafir eitthvað vald með röddinni þinni, sérstaklega þegar kemur að fullorðnum, kennurum og fólki í valdastöðu.“ Athugasemdir í niðrandi merkingu um húðlit Birtu, grín og líkamlegt ofbeldi er dæmi um það sem Birta hefur mátt þola en hún telur að gerendurnir hefðu einfaldlega ekki áttað sig á alvarleika málsins. Eftir því sem árin líða segir Birta að hún hafi valdeflst og gert sér grein fyrir því að röddin hennar skiptir máli. Hún tæki þó eftir því að ekki allir væru móttækilegir fyrir leiðsögn. „Enginn vill heyra svona hluti og fólk fer í vörn og líður eins og þetta sé persónuleg árás jafnvel þó það sé það ekki því eins og ég sagði, ég held að unglingar og krakkar fatti ekki alveg hvað þau eru að gera, þannig að þau vilja ekki taka á móti svona gagnrýni.“ Birta þráði á tímabili ekkert heitar en að hafa fæðst hvít.Á tímabili slétti Birta hárið á sér og litaði ljóst til að reyna að falla í hópinn.„Ég, í fyrsta lagi, slétti á mér hárið nánast á hverjum einasta degi, litaði það ljóst, passaði mig á því að vera ekki of mikið úti í sólinni því ég varð voða dökk mjög hratt, ég neitaði að láta kalla mig Birtu Abibu, bara Birtu Þórhallsdóttur, ekkert annað. Ég vildi ekki að foreldrar mínir kæmu báðir með mér í skólann því þá var ég alltaf spurð hvort ég væri ættleidd og hvers vegna báðir foreldrar mínir væru hvítir og ég vildi bara ekki svara þeim spurningum.“ Birta segir að enn eimi eftir af erfiðleikunum sem hún mátti þola í æsku. „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á.“ Birta Abiba tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland sem fer fram í fjórða sinn í ár. „Ég trúi því að það að vera litaður er alveg jafn fallegt og jafn mikils virði og að vera hvítur og ég vil að allir viti það og þess vegna byrjaði ég að tala um það,“ segir Birta en bætir við að eftir að það varð opinbert að hún væri þátttakandi í fegurðarsamkeppninni hefðu henni borist særandi ummæli. Henni sagt að hún ætti kannski séns ef hún bara slétti á sér hárið. „Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur, af hverju ertu að taka þátt?“Finnurðu fyrir því að fólk líti ekki á þig sem Íslending?„Já, þetta tekur á, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, hvaðan ertu, í alvöru?“ Birta segir að það sé erfitt að þurfa að réttlæta fyrir öðrum Íslendingum að hún sé Íslendingur. Hér hafi hún ávallt búið og sé jafníslensk og aðrir. Birta stígur nú fram og greinir frá reynslu sinni af því að vera brúnn Íslendingur í því skyni að hjálpa öðrum. Ísland í dag Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Birta Abiba Þórhallsdóttir er 19 ára gömul en hún hefur frá unga aldri upplifað fordóma vegna húðlitar síns og hefur þurft að þola uppnefni, stríðni og jafnvel líkamlegt ofbeldi. Það tók mikið á Birtu að vera ekki álitin Íslendingur af bekkjarfélögum sínum og Birta lagði sig alla fram um að reyna að falla betur inn í hópinn með því að aflita hárið, lýsa ljósmyndir af henni sjálfri þannig að húðliturinn væri ljósari þar sem hún upplifði sig oft og tíðum einskis virði. Birta segir að þegar hún var ung hefði hún óskað þess að hafa fæðst hvít. „Þegar þú ert svona ungur þá tekurðu kannski ekkert eftir þessu þegar fólk segir einhver svona skot á þig en ég heiti sem sagt Birta Abiba Þórhaldsdóttir og ég myndi segja að það sem tók fyrst mikið á mig var að vera kölluð Birta api, þú veist, af því ég er brún og Abiba hljómar eins api,“ segir Birta í viðtali við Ísland í dag.Klippa: Ísland í dag - "Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur" Aðspurð hvort fordómarnir og aðkastið hefði einskorðast við samnemendur hennar svarar Birta neitandi og útskýrir. „Fyrst voru þetta bara krakkar á mínum aldri en svo þegar ég byrjaði að vinna í þjónustustörfum, til dæmis á búðarkassa, byrjaði þetta að vera fullorðið fólk. Þetta skiptist svolítið í kynslóðir,“ segir Birta. Krakkar og unglingar hefðu allajafna ekki gert sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og eldri kynslóðir séu á gráu svæði vegna þess að fordómar hefðu áður verið normalíseraðir á Íslandi. Fullorðna fólkið sem hefur í frammi særandi og fordómafull ummæli eru verst að sögn Birtu. „Vegna þess að þau eiga að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og þau nota þetta til þess að særa eða þegar þau eru pirruð eða eitthvað slæmt gerist,“ segir Birta. Óhjákvæmilega hafði þetta mikil áhrif á Birtu sem barn en hún þráði ekkert heitar en að vera hluti af hópnum. „Því eldri sem ég verð, því meira fer þetta bara fram hjá mér en eins og margir krakkar sem ég hef talað við heyra svona brandara eða eitthvað svona, eins og einu sinni var ég í búð og þá var öskrað á mig „það eru vatnsmelónur á útsölu“ út af því að ég er svört.“ Birta segir að það hefði tekið mikið á hana þegar við hana var sagt „Þú kýlir ekki negra, þú sparkar í hann“. Hún lýsir því síðan þegar sparkað var í hana. „Þetta tekur alveg á og þetta festist í hausnum á þér.“ Birta segir að henni hefði lengi liðið eins og enginn skildi hana. „Ég var ein af tveimur lituðum krökkum í grunnskólanum mínum og þegar grunnskólinn minn ákvað að gera „black-face“ leikrit af Hair spray, þannig að öll voru hvít en lituðu sig svört, þá voru það bara við tvö sem sáum eitthvað að því þannig að það var þaggað voða hratt niður í því,“ segir Birta sem bætir við að hún væri afar lánsöm að eiga að móður sem stæði þétt við bakið á henni. Hún hefði ávallt verið reiðubúin að strunsa í skólann og lesa þeim pistilinn.Birta kveðst afar þakklát móður sinni sem stæði alltaf við bakið á henni.„En þegar þú ert svona ungur þá held ég að þú fattir ekki að þú hafir eitthvað vald með röddinni þinni, sérstaklega þegar kemur að fullorðnum, kennurum og fólki í valdastöðu.“ Athugasemdir í niðrandi merkingu um húðlit Birtu, grín og líkamlegt ofbeldi er dæmi um það sem Birta hefur mátt þola en hún telur að gerendurnir hefðu einfaldlega ekki áttað sig á alvarleika málsins. Eftir því sem árin líða segir Birta að hún hafi valdeflst og gert sér grein fyrir því að röddin hennar skiptir máli. Hún tæki þó eftir því að ekki allir væru móttækilegir fyrir leiðsögn. „Enginn vill heyra svona hluti og fólk fer í vörn og líður eins og þetta sé persónuleg árás jafnvel þó það sé það ekki því eins og ég sagði, ég held að unglingar og krakkar fatti ekki alveg hvað þau eru að gera, þannig að þau vilja ekki taka á móti svona gagnrýni.“ Birta þráði á tímabili ekkert heitar en að hafa fæðst hvít.Á tímabili slétti Birta hárið á sér og litaði ljóst til að reyna að falla í hópinn.„Ég, í fyrsta lagi, slétti á mér hárið nánast á hverjum einasta degi, litaði það ljóst, passaði mig á því að vera ekki of mikið úti í sólinni því ég varð voða dökk mjög hratt, ég neitaði að láta kalla mig Birtu Abibu, bara Birtu Þórhallsdóttur, ekkert annað. Ég vildi ekki að foreldrar mínir kæmu báðir með mér í skólann því þá var ég alltaf spurð hvort ég væri ættleidd og hvers vegna báðir foreldrar mínir væru hvítir og ég vildi bara ekki svara þeim spurningum.“ Birta segir að enn eimi eftir af erfiðleikunum sem hún mátti þola í æsku. „Að vera kölluð Birta api í æsku tók alveg á.“ Birta Abiba tekur nú þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Iceland sem fer fram í fjórða sinn í ár. „Ég trúi því að það að vera litaður er alveg jafn fallegt og jafn mikils virði og að vera hvítur og ég vil að allir viti það og þess vegna byrjaði ég að tala um það,“ segir Birta en bætir við að eftir að það varð opinbert að hún væri þátttakandi í fegurðarsamkeppninni hefðu henni borist særandi ummæli. Henni sagt að hún ætti kannski séns ef hún bara slétti á sér hárið. „Þessi keppni er fyrir íslenskar stelpur, af hverju ertu að taka þátt?“Finnurðu fyrir því að fólk líti ekki á þig sem Íslending?„Já, þetta tekur á, ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð, hvaðan ertu, í alvöru?“ Birta segir að það sé erfitt að þurfa að réttlæta fyrir öðrum Íslendingum að hún sé Íslendingur. Hér hafi hún ávallt búið og sé jafníslensk og aðrir. Birta stígur nú fram og greinir frá reynslu sinni af því að vera brúnn Íslendingur í því skyni að hjálpa öðrum.
Ísland í dag Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53 Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Fleiri fréttir „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Sjá meira
Birta Abiba er Miss Universe Iceland 2019 Verður fulltrúi Íslands í Miss Universe. 31. ágúst 2019 23:53
Þessar konur taka þátt í Miss Universe Iceland 2019 Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland verður haldin fjórða árið í röð í haust og nú hefur verið tilkynnt um þær 25 stúlkur sem taka þátt. 23. apríl 2019 14:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“