Mosfellingar langþreyttir á þungri umferð Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 13:55 Bæjarstjórinn segir verstu daga ársins standa yfir. Vísir/Vilhelm Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur. Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Mosfellingar eru orðnir langþreyttir á þungri umferð frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Greindu margir frá því í samfélagsmiðlum að það hafi tekið um 60 mínútur að ferðast leið sem tekur um tólf mínútur þegar umferð er ekki eins þung. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir fyrstu vikur skólanna vera verstu daga ársins en í bígerð sé 110 milljarða króna samkomulag sem eiga að fara í samgöngumál. Mosfellingar eiga sér umræðuvettvang á Facebook þar sem þeir ræða málefni bæjarfélagsins sín á milli. Þar mynduðust nokkuð heitar umræður um umferðina í morgun. Einn sem blandaði sér í málið sagðist vera nýfluttur til Mosfellsbæjar og furðaði sig á því hversu langan tíma tók að komast til vinnu í morgun. Spurði hann hreinlega hvort þetta teldist eðlilegt. Ekki stóð á svörum, umferðin þegar skólar byrja er mun þyngri og þyngist þegar færðin versnar í vetur. Annar sagðist hafa verið í 65 mínútur á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Höfða, eitthvað sem tekur hann vanalega 12 mínútur. Er kallað eftir því að fleiri nýti sér almenningssamgöngur til að létta á umferðinni, margir myndu vilja nota borgarlínu en hún ekki í boði sem stendur. Er kallað eftir aðgerðum frá yfirvöldum í Reykjavík, Mosfellsbæ og nágrannabyggðum á borð við Akranes en ansi margir þar sækja borgina á hverjum degi vegna vinnu eða skóla. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir í samtali við Vísi að mikið samstarf hafi verið á milli sveitarfélaga að undanförnu varðandi samgöngumál. Í bígerð sé samkomulag á milli ríkisins og sveitarfélaganna um að setja 110 milljarða í samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu næstu tíu árin.Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ.Á sú upphæð að renna í almenningssamgöngur og endurbætur vega. Haraldur segir Mosfellinga hafa lengi kallað eftir því að tvöföldun á Vesturlandsveginum á milli Reykjavegs og Langatanga verði lokið. Til stendur að fara í útboð á þeim kafla. „En það hefur ekki hjálpað þessu fólki sem beið í Ártúnsbrekkunni í morgun,“ segir Haraldur. Hann segir umferðina afar þunga þessa fyrstu daga þegar skólar byrja. Margir skutli nemendum í skóla þessa fyrstu daga en svo dregur úr því eftir því sem líður á haustið. Bæta þurfi þó samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu en Haraldur segir það helst gerast með því að bæta almenningssamgöngur og ráðast í vegaframkvæmdir. „Borgarlínan mun hjálpa til við það og það þarf að laga stofnvegi,“ segir Haraldur. Stofnvegirnir sem hann vísar til eru Miklabraut, Vesturlandsvegurinn og Reykjanesbrautin, þar myndist mestu teppurnar. Spurður hvort að það komi til greina af hálfu sveitarfélaganna að bjóða frítt í strætó þessa fyrstu daga skóla efast Haraldur um að það myndi einhverju breyta. Það sé ekki það dýrt í strætó í dag. „Strætó þarf líka að komast leiða sinna. Með borgarlínunni kemst hann leiða sinna á sérstakri akrein og þarf því ekki að vera innan um alla þessa umferð,“ segir Haraldur.
Borgarlína Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent