Enginn hringdi á lögguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 "Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap,“ segir Margrét. Fréttablaðið/Valli Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira
Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Staðfesta sambandsslitin Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Sjá meira