Lítur grín alvarlegum augum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 24. ágúst 2019 07:15 Hildur Birna nýtur þess að koma fólki til að hlæja. Hún er uppistandari og hefur skemmt fyrir fullu húsi í vetur með uppistandshópnum Bara góðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hildur Birna Gunnarsdóttir brosir út að eyrum þegar hún hittir blaðamann yfir kaffibolla í miðbænum. Hún hefur einstaklega hlýja nærveru og er bæði opin og skemmtileg. Hún segir sögu sína af einlægni með sínum einstaka húmor og hún dregur ekkert undan. „Þegar ég var sjö ára fluttum við fjölskyldan í Víðines, sem var heimili fyrir gamla alkóhólista. Þar voru 70 gamlir karlar sem voru eins og afar mínir, alveg æðislegir,“ segir Hildur. Móðir hennar var forstöðuhjúkrunarfræðingur á staðnum og sá um að allt væri þar í röð og reglu. „Það var rosa sérstakt að alast upp í þessu en á sama tíma var það mikið ævintýri á hverjum einasta degi. Skemmtilegast var þegar löggan kom að hirða kallana ef þeir fengu sér sjúss en þeir máttu ekki drekka þarna. Aðalsportið hjá okkur systkinunum var að fela okkur og hlusta þegar karlarnir voru teymdir út í löggubíl og blótuðu löggunni, þetta var ótrúlega gaman,“ segir Hildur brosandi og bætir við að reynslan í Víðinesi hafi kennt henni margt. „Þarna voru allir rónar bæjarins. Þeir áttu bara heima þarna og maður fékk innsýn í þann heim, sá að þetta voru góðir karlar þó að þeir hefðu lent þarna,“ segir Hildur. Lamaðist fyrir neðan mitti Eftir nokkurra ára dvöl í Víðinesi skildu foreldrar Hildar og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. „Skilnaðurinn var mjög mikið havarí og honum fylgdi mikið drama,“ segir Hildur, en foreldrar hennar tókust á um það hvar Hildur skyldi búa eftir skilnaðinn. „Ég lenti mikið á milli þeirra og það hafði mjög mikil áhrif á mig, enda var ég bara tíu ára,“ segir hún. Einn daginn vaknaði Hildur og gat sig hvergi hreyft, hún var lömuð fyrir neðan mitti. „Ég var á spítala í marga mánuði og enginn vissi hvað var í gangi. Var komin í hjólastól en lá að mestu leyti fyrir. Ég hélt lengi vel að þetta hefði verið aumingjaskapur en komst seinna að því að það sem gerðist er í rauninni var að líkaminn bara slekkur á þér af því að þú höndlar ekki aðstæðurnar. Sumir missa málið eða sjónina en ég lamaðist,“ segir Hildur. Hún fór í rannsóknir af ýmsu tagi en langan tíma tók að komast til botns í málinu. Með tímanum jókst krafturinn í fótum hennar og hún fór að geta stigið í fæturna. „Mömmu, sem var hjúkrunarfræðingur, fer að finnast þetta eitthvað skrítið og talar við félagsráðgjafa á Landspítalanum. Ég fékk einn tíma með honum og ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ segir Hildur. „Ég er að teikna og félagsráðgjafinn spyr mig hvar ég vilji eiga heima, ég segi honum að ég vilji bara eiga heima hjá Örnu vinkonu, bara til þess að særa engan. Þá uppgötvast að það var það sem var skýringin, hvernig skilnaðurinn varð stríð um mig og ég gat ekki tekið afstöðu.“ Eftir viðtalið við félagsráðgjafann fór Hildur í endurhæfingu og sjúkraþjálfun þar til hún gat gengið á ný og þegar dvölinni á sjúkrahúsinu lauk flutti hún heim til móður sinnar og bjó þar ásamt systkinum sínum. Notaði grín til að létta lund móður sinnar Lífið á heimilinu var enginn dans á rósum. Móðir Hildar þjáðist af ýmsum geðsjúkdómum og var að eigin sögn ekki gefin fyrir börn. „Mamma var klár kona og fólki líkaði mjög vel við hana, en inni á heimilinu réð hennar líðan því hvernig stemningin var. Ég hafði rétt á því að vera kát ef hún var kát en sorgmædd eða reið eða taka pláss, það var ekki pláss fyrir það, maður hreinlega átti ekki tilverurétt heima,“ segir Hildur. „Ég og bróðir minn vorum saman í herbergi og útrásin sem ég fékk fyrir vanlíðan mína var að ég breytti alltaf herberginu okkar. Bróðir minn vissi aldrei hvar rúmið hans var þegar hann kom inn á kvöldin en ég sat uppi í glugga og hlustaði á Tracy Chapman, það var minn griðastaður,“ segir Hildur og hlær þegar hún hugsar um bróður sinn í leit að rúminu. Ástandið á heimilinu varð til þess að Hildur greip reglulega í húmorinn til þess að létta á stemningunni. Með því að segja brandara og fá móður sína til þess að hlæja fann Hildi hún gera heimilislífið bærilegra. „Þarna áttaði ég mig á því að ég gæti fengið fólk til þess að hlæja. Ég gat haft áhrif á það hvernig mömmu leið með því að sprella og kæta hana,“ segir Hildur en bætir við að grínið hafi þarna að mestu leyti átt sér stað innan veggja heimilisins. Breytt líf á svipstundu Þegar Hildur var rúmlega tvítug var hún sjálf orðin móðir og flutt að heiman. Líf hennar tók stakkaskiptum þegar annað áfall dundi yfir. „Árið 1997 missti ég litla bróður minn í slysi. Hann var úti að hjóla og varð fyrir bíl. Ég var algjör nagli þarna, setti tilfinningar mínar í poka og geymdi þær, svo bara sprellaði maður yfir það,“ segir Hildur. Slysið hafði mikil áhrif á Hildi og fjölskyldu hennar og segir hún að margt hafi breyst í kjölfarið. „Slysið minnti mig á það hversu lítið þarf til og ég varð í kjölfarið mjög passasöm með Sindra, strákinn minn,“ segir Hildur. „Svo á ég það líka til að halda æsingsræður yfir börnum og fullorðnum sem ekki eru með hjálm á hjóli,“ bætir hún við. Valli, bróðir Hildar, var ekki hjálm þegar slysið varð og telur hún að það hefði getað skipt sköpum. „Það er samt alltaf eitthvað sem kemur út úr hlutunum og hann er örlagavaldur í því að lög um hjálmaskyldu voru sett á. Svo gáfum við líffærin hans sem varð til þess að fimm manneskjur fengu að lifa vegna hans,“ segir Hildur.Hildur fór á Vog fyrir tæpu ári og segir hún tímann þar yndislegan. Þar kynntist hún frábæru fólki sem allt var á svipuðum stað í lífinu og allir voru jafnir. Fréttablaðið/Sigtryggur AriVarð kaupfélagsstjóri Eftir andlát Valla flutti Hildur á Borgarfjörð eystri og segir hún tímann þar hafa verið dásamlegan. Þar eignaðist hún vini og fjölskyldu ásamt því að starfa á ýmsum vettvangi. „Stjúpföður mínum bauðst vinna á Borgarfirði eystri sem skólastjóri, og hann vildi ekki fara nema að vera búinn að ráða í allar kennarastöðurnar í skólanum. Hann réð þess vegna mig og barnsföður minn. Ég náttúrulega lesblind, veit ekki alveg hvernig mér datt í hug að segja já við þessu en ég sem sagt varð umsjónarkennari í 10 ára bekk heilan vetur og ég kenndi líka myndmennt, ég kann ekki að teikna Óla prik,“ segir Hildur og hlær. Hún vann einn vetur í skólanum, fór svo á leikskólann, vann í fiski og tók svo að endingu við kaupfélaginu. „Það að vera kaupfélagsstjóri er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið,“ segir Hildur og ljómar af gleði. „Þetta var æðislegt og þarna kynntist ég minni bestu vinkonu, henni Jóffu, og manninum hennar, Óla. Þau eru eins og auka mamma og pabbi fyrir mig,“ segir Hildur. „Þau tóku mig hálfpartinn að sér þegar ég skildi við barnsföður minn og hjá þeim var ég alltaf velkomin. Þetta er eini staðurinn í veröldinni sem ég hef getað komið á, hent mér upp í sófa og sofnað, vaknað svo með teppi sem einhver hafði breytt yfir mig. Það hafði ég aldrei upplifað áður. Þarna var bara einhver sem sá um mig og því var ég ekki vön.“ Uppistandið Hildur hefur starfað sem uppistandari í rúman áratug. Hún segist hafa haft gaman af því að koma fólki til að hlæja alveg frá því að hún áttaði sig á því að þannig gæti hún kætt móður sína á erfiðum dögum. „Ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera í kringum árið 2007. Þá var ég að vinna í Vodafone og við fengum leikstjóra til þess að hjálpa okkur að setja upp söngleik fyrir árshátíðina,“ segir Hildur. „Þá fattaði ég að ég er tilbúin að gera ótrúlegustu hluti ef þeir þjóna tilgangi. Ef leikstjórinn hefði sagt mér að pissa í buxurnar af einhverri ástæðu þá hefði ég gert það. Eða ef ég hefði átt að gráta eftir pöntun þá hefði ég líka gert það, þarna fattaði ég að ég gæti það,“ bætir hún við. „Yfirmaður minn í Vodafone var alltaf að láta mig setja mér markmið um ýmislegt og árið 2009 þá setti ég mér það að markmiði að prufa uppistand áður en árið væri á enda. Svo þegar fór að nálgast árslok kom hún aftur til mín og spurði hvernig gengi með þetta markmið. Ég var auðvitað ekkert búin að gera en hún réð mig á staðnum til þess að vera með uppistand á foreldrakvöldi hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna,“ segir hún. Hildur sló til, samþykkti að koma fram og hófst handa við að semja uppistandið. „Ég samdi einhverja bölvaða vitleysu sem var ekkert fyndin og ég áttaði mig á því þegar ég prufukeyrði uppistandið á vinkonu minni kvöldið áður svo að ég breytti því og prófaði á annarri og enn var það ekkert fyndið en svo var komið að þessu og ég bara varð að láta vaða.“ Bara góðar Uppistandið gekk vel og fljótlega spurðist út að Hildur væri uppistandari. Hún fór að fá beiðnir um að skemmta úr ýmsum áttum og naut þess að koma fram. Nokkrum árum síðar fór hún á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni til þess að læra enn meira í faginu. „Þar kynntist ég Kristínu Maríu vinkonu minni. Hún er svo viðbjóðslega fyndin og nokkru síðar varð til hópurinn Bara góðar,“ segir hún. Hildur hefur ásamt vinkonum sínum í uppistandshópnum Bara góðar komið fram allan síðasta vetur. Í hópnum eru fimm konur á ólíkum aldri sem allar eru uppistandarar. Þær hafa ferðast um landið og troðið upp meðal annars á Akureyri og á Selfossi ásamt því að hafa fyllt Þjóðleikhúskjallarann helgi eftir helgi. „Við náum svo vel saman og það sem við erum allar sammála um er að við tökum þetta alvarlega. Við erum undirbúnar, við berum virðingu fyrir áhorfendunum okkar og þetta er ekki eitthvað sem við drögum bara upp úr rassvasanum, þetta er mikil vinna,“ segir Hildur. Missti tökin Síðastliðin ár hefur Hildur unnið mikið. Hún er sölustjóri hjá Optima ásamt því að vera á fullu í uppistandinu, á tímabili var hún í fimm störfum og var undir miklu álagi. Einn daginn áttaði hún sig á því að hún var farin að neyta áfengis á næstum hverjum degi. „Ég var að gera upp baðherbergið mitt, sem er alveg hræðilegt að gera. Ég var alltaf að fá vini og kunningja til að hjálpa mér með það sem ég gat ekki gert sjálf og ég passaði mig alltaf að eiga vín. Bauð fólki upp á bjór og svona á meðan það hjálpaði mér en svo endaði með að ég drakk þetta bara sjálf og mér leið alveg súper vel, að ég hélt. Svo var ég allt í einu bara farin að drekka á hverjum degi eftir vinnu og þetta var farið að stjórna mér alveg. Ég var farin að fá mér hvítvínsglas með uppvaskinu eins og það væri svakalega huggulegt. Ég hef aldrei vaskað svona mikið upp,“ segir hún kímin. Skilaboð frá syninum Það tók Hildi langan tíma að sjá hvernig áfengið tók að miklu leyti yfir líf hennar. Hún var farin að einangrast, peningarnir voru að klárast og sonur hennar var ekki sáttur við ástandið. Einn daginn sendi hann móður sinni skilaboð sem höfðu djúp áhrif á Hildi. „Ég drakk alltaf hvítvín úr beljum af því að það glamrar svo mikið í flöskunum þegar maður er að fara að skila þeim, svo það er ekki auðvelt að losa sig við líkin. Ég tók svo beljurnar í sundur, flokkaði skynsamlega í endurvinnslu, tók plastið frá, braut svo saman pappann á röngunni og setti ofan í pappírstunnurnar. Allt til að fela,“ segir Hildur. „Einn daginn bað ég svo Sindra að fara út með ruslið þegar ég fór í vinnuna. Þegar ég kom til baka var hann búinn að taka allar beljurnar sem hann fann í pappatunnunni og raða þeim eldhúsborðið. Ofan á þær setti hann svo bréfin frá Momentum og öðrum innheimtufyrirtækjum, sem ég hafði fengið af að því ég gat ekki borgað reikninga, það er svo svakalega dýrt að drekka svona mikið. Svo skrifaði hann miða sem hann setti efst á hrúguna og þar stóð: Hver er forgangsröðunin?“ heldur Hildur áfram. Fannst gaman á Vogi Skilaboðin frá Sindra höfðu áhrif á Hildi en það tók hana tíma að takast á við vandamálið. „Fyrst gekk ég bara frá á eldhúsborðinu og minntist ekkert á þetta, ég var ekki tilbúin í þetta verkefni,“ segir hún. „En svo þegar leið á og pot fóru að koma úr hinum og þessum áttum fattaði ég að ég varð að díla við þetta,“ segir Hildur. Hún byrjaði á því að fara í morgunmeðferð hjá Von, en áttaði sig fljótt á því að hún þyrfti að fara í innlögn á Vog. „Ég vildi alls ekki fara á Vog, fannst það sko ekki vera fyrir mig. Það var bara fyrir fyllibyttur. En ég fór og þetta er yndislegur staður. Ég hefði aldrei trúað þessu, þetta var æði!“ segir Hildur og brosir sínu breiða brosi. „Maður er bara þarna eins og lítið barn, vaknar á morgnana og fær sér að borða, það er ekkert utanaðkomandi áreiti og fólkið sem ég kynntist þarna er bara snillingar. Það var mikið hlegið og þetta var bara stórkostlegt,“ segir Hildur og bætir við að inni á Vogi hafi hún séð hversu stórt vandamál hennar var og ákveðið að taka það föstum tökum. „Ég tók þann pól í hæðina með hjálp vinkonu að líta á þetta þannig að ég sé ekki að tapa neinu, ég er bara að græða. Ég minni mig á þetta reglulega og sé þetta skýrt þegar ég horfi til dæmis á samskipti mín við son minn, þau eru allt önnur, félagslega er ég miklu betur stödd og ég skammast mín ekki fyrir það að vera eins og ég er. Mér finnst ég vera að setjast í skinnið mitt og það er miklu meiri ró yfir mér. Svo græddi ég það að læra að standa með minni eigin tilfinningu,“ segir Hildur að lokum og stoltið í röddinni leynir sér ekki. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Hildur Birna Gunnarsdóttir brosir út að eyrum þegar hún hittir blaðamann yfir kaffibolla í miðbænum. Hún hefur einstaklega hlýja nærveru og er bæði opin og skemmtileg. Hún segir sögu sína af einlægni með sínum einstaka húmor og hún dregur ekkert undan. „Þegar ég var sjö ára fluttum við fjölskyldan í Víðines, sem var heimili fyrir gamla alkóhólista. Þar voru 70 gamlir karlar sem voru eins og afar mínir, alveg æðislegir,“ segir Hildur. Móðir hennar var forstöðuhjúkrunarfræðingur á staðnum og sá um að allt væri þar í röð og reglu. „Það var rosa sérstakt að alast upp í þessu en á sama tíma var það mikið ævintýri á hverjum einasta degi. Skemmtilegast var þegar löggan kom að hirða kallana ef þeir fengu sér sjúss en þeir máttu ekki drekka þarna. Aðalsportið hjá okkur systkinunum var að fela okkur og hlusta þegar karlarnir voru teymdir út í löggubíl og blótuðu löggunni, þetta var ótrúlega gaman,“ segir Hildur brosandi og bætir við að reynslan í Víðinesi hafi kennt henni margt. „Þarna voru allir rónar bæjarins. Þeir áttu bara heima þarna og maður fékk innsýn í þann heim, sá að þetta voru góðir karlar þó að þeir hefðu lent þarna,“ segir Hildur. Lamaðist fyrir neðan mitti Eftir nokkurra ára dvöl í Víðinesi skildu foreldrar Hildar og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. „Skilnaðurinn var mjög mikið havarí og honum fylgdi mikið drama,“ segir Hildur, en foreldrar hennar tókust á um það hvar Hildur skyldi búa eftir skilnaðinn. „Ég lenti mikið á milli þeirra og það hafði mjög mikil áhrif á mig, enda var ég bara tíu ára,“ segir hún. Einn daginn vaknaði Hildur og gat sig hvergi hreyft, hún var lömuð fyrir neðan mitti. „Ég var á spítala í marga mánuði og enginn vissi hvað var í gangi. Var komin í hjólastól en lá að mestu leyti fyrir. Ég hélt lengi vel að þetta hefði verið aumingjaskapur en komst seinna að því að það sem gerðist er í rauninni var að líkaminn bara slekkur á þér af því að þú höndlar ekki aðstæðurnar. Sumir missa málið eða sjónina en ég lamaðist,“ segir Hildur. Hún fór í rannsóknir af ýmsu tagi en langan tíma tók að komast til botns í málinu. Með tímanum jókst krafturinn í fótum hennar og hún fór að geta stigið í fæturna. „Mömmu, sem var hjúkrunarfræðingur, fer að finnast þetta eitthvað skrítið og talar við félagsráðgjafa á Landspítalanum. Ég fékk einn tíma með honum og ég man þetta eins og það hafi gerst í gær,“ segir Hildur. „Ég er að teikna og félagsráðgjafinn spyr mig hvar ég vilji eiga heima, ég segi honum að ég vilji bara eiga heima hjá Örnu vinkonu, bara til þess að særa engan. Þá uppgötvast að það var það sem var skýringin, hvernig skilnaðurinn varð stríð um mig og ég gat ekki tekið afstöðu.“ Eftir viðtalið við félagsráðgjafann fór Hildur í endurhæfingu og sjúkraþjálfun þar til hún gat gengið á ný og þegar dvölinni á sjúkrahúsinu lauk flutti hún heim til móður sinnar og bjó þar ásamt systkinum sínum. Notaði grín til að létta lund móður sinnar Lífið á heimilinu var enginn dans á rósum. Móðir Hildar þjáðist af ýmsum geðsjúkdómum og var að eigin sögn ekki gefin fyrir börn. „Mamma var klár kona og fólki líkaði mjög vel við hana, en inni á heimilinu réð hennar líðan því hvernig stemningin var. Ég hafði rétt á því að vera kát ef hún var kát en sorgmædd eða reið eða taka pláss, það var ekki pláss fyrir það, maður hreinlega átti ekki tilverurétt heima,“ segir Hildur. „Ég og bróðir minn vorum saman í herbergi og útrásin sem ég fékk fyrir vanlíðan mína var að ég breytti alltaf herberginu okkar. Bróðir minn vissi aldrei hvar rúmið hans var þegar hann kom inn á kvöldin en ég sat uppi í glugga og hlustaði á Tracy Chapman, það var minn griðastaður,“ segir Hildur og hlær þegar hún hugsar um bróður sinn í leit að rúminu. Ástandið á heimilinu varð til þess að Hildur greip reglulega í húmorinn til þess að létta á stemningunni. Með því að segja brandara og fá móður sína til þess að hlæja fann Hildi hún gera heimilislífið bærilegra. „Þarna áttaði ég mig á því að ég gæti fengið fólk til þess að hlæja. Ég gat haft áhrif á það hvernig mömmu leið með því að sprella og kæta hana,“ segir Hildur en bætir við að grínið hafi þarna að mestu leyti átt sér stað innan veggja heimilisins. Breytt líf á svipstundu Þegar Hildur var rúmlega tvítug var hún sjálf orðin móðir og flutt að heiman. Líf hennar tók stakkaskiptum þegar annað áfall dundi yfir. „Árið 1997 missti ég litla bróður minn í slysi. Hann var úti að hjóla og varð fyrir bíl. Ég var algjör nagli þarna, setti tilfinningar mínar í poka og geymdi þær, svo bara sprellaði maður yfir það,“ segir Hildur. Slysið hafði mikil áhrif á Hildi og fjölskyldu hennar og segir hún að margt hafi breyst í kjölfarið. „Slysið minnti mig á það hversu lítið þarf til og ég varð í kjölfarið mjög passasöm með Sindra, strákinn minn,“ segir Hildur. „Svo á ég það líka til að halda æsingsræður yfir börnum og fullorðnum sem ekki eru með hjálm á hjóli,“ bætir hún við. Valli, bróðir Hildar, var ekki hjálm þegar slysið varð og telur hún að það hefði getað skipt sköpum. „Það er samt alltaf eitthvað sem kemur út úr hlutunum og hann er örlagavaldur í því að lög um hjálmaskyldu voru sett á. Svo gáfum við líffærin hans sem varð til þess að fimm manneskjur fengu að lifa vegna hans,“ segir Hildur.Hildur fór á Vog fyrir tæpu ári og segir hún tímann þar yndislegan. Þar kynntist hún frábæru fólki sem allt var á svipuðum stað í lífinu og allir voru jafnir. Fréttablaðið/Sigtryggur AriVarð kaupfélagsstjóri Eftir andlát Valla flutti Hildur á Borgarfjörð eystri og segir hún tímann þar hafa verið dásamlegan. Þar eignaðist hún vini og fjölskyldu ásamt því að starfa á ýmsum vettvangi. „Stjúpföður mínum bauðst vinna á Borgarfirði eystri sem skólastjóri, og hann vildi ekki fara nema að vera búinn að ráða í allar kennarastöðurnar í skólanum. Hann réð þess vegna mig og barnsföður minn. Ég náttúrulega lesblind, veit ekki alveg hvernig mér datt í hug að segja já við þessu en ég sem sagt varð umsjónarkennari í 10 ára bekk heilan vetur og ég kenndi líka myndmennt, ég kann ekki að teikna Óla prik,“ segir Hildur og hlær. Hún vann einn vetur í skólanum, fór svo á leikskólann, vann í fiski og tók svo að endingu við kaupfélaginu. „Það að vera kaupfélagsstjóri er skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið,“ segir Hildur og ljómar af gleði. „Þetta var æðislegt og þarna kynntist ég minni bestu vinkonu, henni Jóffu, og manninum hennar, Óla. Þau eru eins og auka mamma og pabbi fyrir mig,“ segir Hildur. „Þau tóku mig hálfpartinn að sér þegar ég skildi við barnsföður minn og hjá þeim var ég alltaf velkomin. Þetta er eini staðurinn í veröldinni sem ég hef getað komið á, hent mér upp í sófa og sofnað, vaknað svo með teppi sem einhver hafði breytt yfir mig. Það hafði ég aldrei upplifað áður. Þarna var bara einhver sem sá um mig og því var ég ekki vön.“ Uppistandið Hildur hefur starfað sem uppistandari í rúman áratug. Hún segist hafa haft gaman af því að koma fólki til að hlæja alveg frá því að hún áttaði sig á því að þannig gæti hún kætt móður sína á erfiðum dögum. „Ég áttaði mig á því að þetta væri eitthvað sem mig langaði að gera í kringum árið 2007. Þá var ég að vinna í Vodafone og við fengum leikstjóra til þess að hjálpa okkur að setja upp söngleik fyrir árshátíðina,“ segir Hildur. „Þá fattaði ég að ég er tilbúin að gera ótrúlegustu hluti ef þeir þjóna tilgangi. Ef leikstjórinn hefði sagt mér að pissa í buxurnar af einhverri ástæðu þá hefði ég gert það. Eða ef ég hefði átt að gráta eftir pöntun þá hefði ég líka gert það, þarna fattaði ég að ég gæti það,“ bætir hún við. „Yfirmaður minn í Vodafone var alltaf að láta mig setja mér markmið um ýmislegt og árið 2009 þá setti ég mér það að markmiði að prufa uppistand áður en árið væri á enda. Svo þegar fór að nálgast árslok kom hún aftur til mín og spurði hvernig gengi með þetta markmið. Ég var auðvitað ekkert búin að gera en hún réð mig á staðnum til þess að vera með uppistand á foreldrakvöldi hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna,“ segir hún. Hildur sló til, samþykkti að koma fram og hófst handa við að semja uppistandið. „Ég samdi einhverja bölvaða vitleysu sem var ekkert fyndin og ég áttaði mig á því þegar ég prufukeyrði uppistandið á vinkonu minni kvöldið áður svo að ég breytti því og prófaði á annarri og enn var það ekkert fyndið en svo var komið að þessu og ég bara varð að láta vaða.“ Bara góðar Uppistandið gekk vel og fljótlega spurðist út að Hildur væri uppistandari. Hún fór að fá beiðnir um að skemmta úr ýmsum áttum og naut þess að koma fram. Nokkrum árum síðar fór hún á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni til þess að læra enn meira í faginu. „Þar kynntist ég Kristínu Maríu vinkonu minni. Hún er svo viðbjóðslega fyndin og nokkru síðar varð til hópurinn Bara góðar,“ segir hún. Hildur hefur ásamt vinkonum sínum í uppistandshópnum Bara góðar komið fram allan síðasta vetur. Í hópnum eru fimm konur á ólíkum aldri sem allar eru uppistandarar. Þær hafa ferðast um landið og troðið upp meðal annars á Akureyri og á Selfossi ásamt því að hafa fyllt Þjóðleikhúskjallarann helgi eftir helgi. „Við náum svo vel saman og það sem við erum allar sammála um er að við tökum þetta alvarlega. Við erum undirbúnar, við berum virðingu fyrir áhorfendunum okkar og þetta er ekki eitthvað sem við drögum bara upp úr rassvasanum, þetta er mikil vinna,“ segir Hildur. Missti tökin Síðastliðin ár hefur Hildur unnið mikið. Hún er sölustjóri hjá Optima ásamt því að vera á fullu í uppistandinu, á tímabili var hún í fimm störfum og var undir miklu álagi. Einn daginn áttaði hún sig á því að hún var farin að neyta áfengis á næstum hverjum degi. „Ég var að gera upp baðherbergið mitt, sem er alveg hræðilegt að gera. Ég var alltaf að fá vini og kunningja til að hjálpa mér með það sem ég gat ekki gert sjálf og ég passaði mig alltaf að eiga vín. Bauð fólki upp á bjór og svona á meðan það hjálpaði mér en svo endaði með að ég drakk þetta bara sjálf og mér leið alveg súper vel, að ég hélt. Svo var ég allt í einu bara farin að drekka á hverjum degi eftir vinnu og þetta var farið að stjórna mér alveg. Ég var farin að fá mér hvítvínsglas með uppvaskinu eins og það væri svakalega huggulegt. Ég hef aldrei vaskað svona mikið upp,“ segir hún kímin. Skilaboð frá syninum Það tók Hildi langan tíma að sjá hvernig áfengið tók að miklu leyti yfir líf hennar. Hún var farin að einangrast, peningarnir voru að klárast og sonur hennar var ekki sáttur við ástandið. Einn daginn sendi hann móður sinni skilaboð sem höfðu djúp áhrif á Hildi. „Ég drakk alltaf hvítvín úr beljum af því að það glamrar svo mikið í flöskunum þegar maður er að fara að skila þeim, svo það er ekki auðvelt að losa sig við líkin. Ég tók svo beljurnar í sundur, flokkaði skynsamlega í endurvinnslu, tók plastið frá, braut svo saman pappann á röngunni og setti ofan í pappírstunnurnar. Allt til að fela,“ segir Hildur. „Einn daginn bað ég svo Sindra að fara út með ruslið þegar ég fór í vinnuna. Þegar ég kom til baka var hann búinn að taka allar beljurnar sem hann fann í pappatunnunni og raða þeim eldhúsborðið. Ofan á þær setti hann svo bréfin frá Momentum og öðrum innheimtufyrirtækjum, sem ég hafði fengið af að því ég gat ekki borgað reikninga, það er svo svakalega dýrt að drekka svona mikið. Svo skrifaði hann miða sem hann setti efst á hrúguna og þar stóð: Hver er forgangsröðunin?“ heldur Hildur áfram. Fannst gaman á Vogi Skilaboðin frá Sindra höfðu áhrif á Hildi en það tók hana tíma að takast á við vandamálið. „Fyrst gekk ég bara frá á eldhúsborðinu og minntist ekkert á þetta, ég var ekki tilbúin í þetta verkefni,“ segir hún. „En svo þegar leið á og pot fóru að koma úr hinum og þessum áttum fattaði ég að ég varð að díla við þetta,“ segir Hildur. Hún byrjaði á því að fara í morgunmeðferð hjá Von, en áttaði sig fljótt á því að hún þyrfti að fara í innlögn á Vog. „Ég vildi alls ekki fara á Vog, fannst það sko ekki vera fyrir mig. Það var bara fyrir fyllibyttur. En ég fór og þetta er yndislegur staður. Ég hefði aldrei trúað þessu, þetta var æði!“ segir Hildur og brosir sínu breiða brosi. „Maður er bara þarna eins og lítið barn, vaknar á morgnana og fær sér að borða, það er ekkert utanaðkomandi áreiti og fólkið sem ég kynntist þarna er bara snillingar. Það var mikið hlegið og þetta var bara stórkostlegt,“ segir Hildur og bætir við að inni á Vogi hafi hún séð hversu stórt vandamál hennar var og ákveðið að taka það föstum tökum. „Ég tók þann pól í hæðina með hjálp vinkonu að líta á þetta þannig að ég sé ekki að tapa neinu, ég er bara að græða. Ég minni mig á þetta reglulega og sé þetta skýrt þegar ég horfi til dæmis á samskipti mín við son minn, þau eru allt önnur, félagslega er ég miklu betur stödd og ég skammast mín ekki fyrir það að vera eins og ég er. Mér finnst ég vera að setjast í skinnið mitt og það er miklu meiri ró yfir mér. Svo græddi ég það að læra að standa með minni eigin tilfinningu,“ segir Hildur að lokum og stoltið í röddinni leynir sér ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira