Félag eldri borgara nýtti kauprétt að íbúð sem deilt er um fyrir dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26