Félag eldri borgara nýtti kauprétt að íbúð sem deilt er um fyrir dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26