Fullyrða að endurbætur á kísilverksmiðju í Helguvík muni draga verulega úr mengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:00 Kísilverksmiðjan í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar. Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
52 metra hár skorsteinn sem áætlað er að rísi við hlið síuhúss kísilverksmiðju Stakksbergs í Helguvík á að draga verulega úr mengun frá verksmiðjunni í nærliggjandi íbúabyggð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fjölmiðlum barst í dag frá Stakksbergi. Í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis vegna þessa segir að málið sé ekki komið á þann stað að verið sé að vinna í starfsleyfismálum Stakksbergs. Málið sé í ferli hjá Skipulagsstofnun og mun Stakksberg væntanlega leggja fram frummatsskýrslu til Skipulagsstofnunar. Að því búnu fari frummatsskýrslan í umsagnarferli, meðal annars til Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu Stakksbergs segir að það séu niðurstöður loftdreiflíkans verkfræðistofunnar Vatnaskila að endurbæturnar muni draga verulega úr mengun. Þá segir jafnframt að endurbæturnar séu í samræmi við skilyrði Umhverfisstofnunar þegar hún samþykkti úrbótaáætlun fyrir verksmiðjuna. Undirbúningur, hönnun og útfærsla endurbótanna á kísilverksmiðjunni kostar 4,5 milljarða að því er segir í tilkynningunni. Hafi vinnan miðast við úrbótaáætlunina sem Umhverfisstofnun samþykkti „með því skilyrði að uppsetning skorsteins verði nánar útfærð og framkvæmd áður en endurræsing yrði heimiluð og liggur tæknileg útfærsla nú fyrir.“ Útfærslan felurþað í sér að 52 metra hár skorsteinn, sem Stakkberg segir að rúmist innan gildandi deiliskipulag, verði reistur við hlið síuhúss verksmiðjunnar. Til samanburðar er turn Hallgrímskirkju 74,5 metra hár. Að því er segir í tilkynningu Stakksbergs á að leiða allan útblástur frá verksmiðjunni í gegnum síuhús. Þar verður ryk síað frá áður en loftinu verður síðan blásið upp um skorsteininn. „Með þessu hækkar útblástursopið um tæplega 21,5 metra auk þess að þrengjast verulega frá því sem áður var sem veldur verulegri aukningu í útblásturshraða. Þetta veldur því að styrkur mengunarefna þynnist út mun hraðar en áður,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að ítarleg skýrsla Vatnaskila um áhrif endurbótanna á loftgæði verður birt samhliða frummatsskýrslu umhverfismats kísilverksmiðjunnar.
Reykjanesbær Umhverfismál United Silicon Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira