Bein útsending: Steindi keppir á heimsmeistaramótinu í luftgítar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:48 Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. Keppni á heimsmeistaramótinu í luftgítar hefst í finnsku borginni Oulu klukkan 17 að íslenskum tíma. Steinþór Hróar Steinþórsson er fulltrúi Íslands en hann vann Íslandsmótið sem fram fór á Neistaflugi í sumar. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Reiknað er með því að keppnin taki um tvær klukkustundir og má fylgjast með streymi hér að neðan. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ sagði Steindi í viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Finnland Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Keppni á heimsmeistaramótinu í luftgítar hefst í finnsku borginni Oulu klukkan 17 að íslenskum tíma. Steinþór Hróar Steinþórsson er fulltrúi Íslands en hann vann Íslandsmótið sem fram fór á Neistaflugi í sumar. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Reiknað er með því að keppnin taki um tvær klukkustundir og má fylgjast með streymi hér að neðan. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ sagði Steindi í viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss.
Finnland Tónlist Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira