Hugleikur grínast með að þurfa að samþykkja kærasta sinnar fyrrverandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 16:12 Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru Dúnu hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. FBL/Ernir Eyjólfsson „Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
„Við hittumst fyrst í partíi. Hún gaf sig á tal við mig, ég man bara að hún rambaði beint inn í partíið og beint til mín og spurði: Heitir þú ekki Curver?“ Svona lýsir skopmyndateiknarinn og uppistandarinn Hugleikur Dagsson fyrstu kynnum hans og Ágústu Heru Harðardóttur, fyrrverandi kærustu hans til tveggja ára. Hugleikur og Hera, sem eitt sinn voru par, tóku þátt í áhugaverðu ljósmyndaverkefni sem ber yfirskriftina „Manstu þegar þú elskaðir mig“. Listamaðurinn sem stendur að sýningunni í ljósmyndaskólanum á Granda heitir Dóra Dúna en hún fékk fyrst hugmyndina að verkefninu þegar hún heyrði lagið Green Grass með Tom Waits en í laginu er setningin Remember When You Loved Me ákveðið þrástef. Sjá nánar: Manstu þegar þú elskaðir mig?Á ljósmyndunum hennar Dóru eru fyrrverandi pör sem eitt sinn elskuðu hvort annað en hættu saman. Á myndunum eru bæði fyrrverandi kærustupör og fyrrverandi hjón. Eina skilyrðið sem Dóra setur er að fólkið sem eitt sinn var par hafi áður elskað hvort annað. Sýning Dóru hefur hreyft við mörgum og látið hugann til að reika til ástarævintýra fortíðarinnar. En hvernig kynntust þau og urðu ástfangin og hvernig er staðan hjá þeim í dag? Og hvernig er svo að hitta fyrrverandi kærasta eða kærustu? Er augnablikið þrungið spennu? Reyndist þetta vandræðalegt eða jafnvel bara notalegt? Á þessa leið spurði Vala Matthíasdóttir í Íslandi í dag nokkur fyrrverandi pör sem létu mynda sig saman. Það virtist fara vel á með Hugleik og Heru en Hugleikur rifjaði upp þegar þau kynntust fyrst. Hann segist vera þakklátur listamanninum Curver Thoroddsen því hann telur afar ólíklegt að þau Hera hefðu byrjað saman ef hún hefði ekki farið mannavillt. „Síðan var það kannski viku síðar, viku eða tveimur vikum síðar, sem hún hafði samband í gegnum Facebook og ég var nýkominn á Facebook þá eftir að hafa verið á móti Facebook frá stofnun Facebook og þá þakkaði ég nú fyrir að Facebook væri til. Það datt mjög fljótlega í samband sem varði í tvö ár, myndi ég segja.“ Í dag er Hera komin í annað samband en Hugleikur er einhleypur. „Já, hann er bara mjög fínn. Ég tjékkaði á honum og gef honum mitt samþykki. Flottur gaur,“ segir Hugleikur sem grínaðist með að þurfa að samþykkja þá karlmenn sem gera sig líklega til að verða kærastar Heru. „Þeir þurfa að fylla út svona eyðublað hjá mér.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00 Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Sjá meira
Manstu þegar þú elskaðir mig? Dóra Dúna, nemi við Ljósmyndaskólann í Reykjavík, auglýsir eftir fólki í verkefnið sitt "Rembember when you loved me“ eða Manstu þegar þú elskaðir mig. Verkefnið gengur út á það að mynda fyrrverandi pör og er tilgangurinn að heiðra ástina sem eitt sinn var. 12. júní 2019 15:00
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið