Finnst betra að tjá sig á striga en í orðum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. ágúst 2019 02:02 Alma málar mest í nútímastíl og segir flest verkin vera frekar abstrakt. Fréttablaðið/Valli Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alma Dögg Fanneyjardóttir heldur sína fyrstu sýningu í Núllinu um þessar mundir, en hún málar undir listamannsnafninu Dögg. Opnunin fór fram í gær en sýningin stendur fram á sunnudag. Það er því kjörið fyrir gesti Menningarnætur að koma við í Bankastrætinu og líta á verk þessarar efnilegu ungu listakonu. „Þetta byrjaði á því að ég fór á námskeið í Tækniskólanum fyrir ári. Mig hafði lengi langað að prufa að mála og svo leist mér mjög vel á. Ég fann mig mikið í þessu og fannst mjög gaman á námskeiðinu,“ segir Alma. Í kjölfarið fór hún að mála meira sjálf og fór að prufa sig áfram. „Mér fannst það strax önnur upplifun að fá að vinna verkin sjálf og á eigin forsendum og fann mig vel í því. Mér fannst það frelsi dálítið öðruvísi og naut mín í því að finna minn persónulega stíl.“Það er kjörið fyrir gesti Menningarnætur að líta inn á sýningu Ölmu í Galleríi Núllinu.Fréttablaðið/ValliNúna seinna í ágúst flýgur Alma til Barcelona þar sem hún hefur nám við listaskólann Metàfora Barcelona. Námið er árslangt en með möguleika á að lengja það. „Þannig að stefnan er að læra meira og halda áfram að vinna með listina og að mála. Finna mína rödd, eða strokur öllu heldur.“ Alma segist alltaf hafa átt erfitt með að tjá sig með orðum en hafi loks fundið betri leið til að tjá sig í listinni. „Mér fannst ég loksins finna almennilega leið og útrás til að tjá tilfinningar mína og líðan á hátt sem hentar mér betur.“ Hún segir líðan sína hverja stund vera sér innblástur. „Ég er mest í frekar nútímalegum stíl og meira út í abstrakt. Á sýningunni er ég með um þrjátíu verk. Þau eru svo til sölu hafi fólk áhuga.“ Sýning Ölmu í Galleríi Núllinu, Bankastræti 0, stendur fram á sunnudag.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira