Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2019 10:50 Mynd: KL Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og það sýnir ennþá það erfiða ástand sem ríkir á vesturlandi. Að sama skapi sést vel að norðausturhorn landsins virðist vera að eiga ágætt sumar. Selá er til að mynda með afburðastöðu í fjölda laxa per stöng sem og heildarveiði en hún er með 1.167 laxa og í öðru sæti listans á eftir Eystri Rangá sem er með 2.556 laxa og trónir á toppnum. Aðrar ár sem eru búnar að ná 1.000 löxum eru Ytri Rangá og Miðfjarðará. Aðrar ár eiga litla möguleika að ná því í sumar. Ástandið í vatnsleysinu er orðið þannig að sumar árnar eru vatnsminni en þær hafa nokkru sinni mælst og það er þess vegna ekkert skrítið að ástandið sé eins og það er því vissulega er minni lax í ánum en vonir stóðu til en þær eru samt ekki laxlausar. Langt því frá. Þau holl sem fá fyrstu alvöru úrhellin til dæmis í Laxá í Kjós, Langá, Þverá, Kjarrá, Haffjarðará og Gljúfurá gæti lent í veislu. Mest lesið Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Laxveiðiperlur lagðar að veði fyrir nýtt eldisævintýri Veiði Sveinskerið lífgað við á ný Veiði Ekki veiðihelgi framundan? Veiði Gæsaveiðin fer vel af stað Veiði
Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum voru birtar í gærkvöldi og það sýnir ennþá það erfiða ástand sem ríkir á vesturlandi. Að sama skapi sést vel að norðausturhorn landsins virðist vera að eiga ágætt sumar. Selá er til að mynda með afburðastöðu í fjölda laxa per stöng sem og heildarveiði en hún er með 1.167 laxa og í öðru sæti listans á eftir Eystri Rangá sem er með 2.556 laxa og trónir á toppnum. Aðrar ár sem eru búnar að ná 1.000 löxum eru Ytri Rangá og Miðfjarðará. Aðrar ár eiga litla möguleika að ná því í sumar. Ástandið í vatnsleysinu er orðið þannig að sumar árnar eru vatnsminni en þær hafa nokkru sinni mælst og það er þess vegna ekkert skrítið að ástandið sé eins og það er því vissulega er minni lax í ánum en vonir stóðu til en þær eru samt ekki laxlausar. Langt því frá. Þau holl sem fá fyrstu alvöru úrhellin til dæmis í Laxá í Kjós, Langá, Þverá, Kjarrá, Haffjarðará og Gljúfurá gæti lent í veislu.
Mest lesið Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góður kippur í veiðina í Ytri Rangá Veiði 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Laxveiðiperlur lagðar að veði fyrir nýtt eldisævintýri Veiði Sveinskerið lífgað við á ný Veiði Ekki veiðihelgi framundan? Veiði Gæsaveiðin fer vel af stað Veiði