Enski boltinn

Chris Smalling með þrjá leikmenn Man. City í Fantasy-liðinu sínu og er efstur í leikmannadeild United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Smalling er snjall Fantasy-spilari.
Chris Smalling er snjall Fantasy-spilari. vísir/getty
Leikmenn Manchester United eru eins og flestir unnendur enska boltans með sitt Fantasy-lið þar sem keppt er að hreppa sem flest stig fyrir valda leikmenn.

Þar á toppnum er varnarmaðurinn Chris Smalling sem er búinn að næla sér í 138 í fyrstu umferðunum en hann er með þrjá liðsfélaga í liðinu; David de Gea, Anthony Martial og Mason Greenwood.

Það eru þó ekki allir stuðningsmenn United ánægðir með Smalling því þrír leikmenn frá Manchester City og Liverpool eru í liðinu hjá enska varnarmanninum.







Oleksandr Zinchenko, Raheem Sterling og Kevin De Bruyne eru frá City og þeir Virgil van Dijk, Andy Robertson og Mohamed Salah frá Liverpool.

Smalling er með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar en Phil Jones fylgir honum fast á eftir. Þriðji varnarmaðurinn, Luke Shaw, er svo í þriðja sætinu.

Harry Maguire, Joel Pereira, Ashley Young, Lee Grant, Joel Pereira, Andreas Pereira og Daniel James eru einnig með í deildinni. Sá ungi, James, er á botninum með einungis 72 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×