Kennir sjálfum sér um uppsögnina Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2024 23:01 Bruno Fernandes styður sig við hornfánann, í leiknum við Chelsea í dag. Getty/Carl Recine Bruno Fernandes skoraði loks í dag sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð, í fyrsta deildarleiknum eftir að Erik ten Hag var rekinn. Hann kennir sjálfum sér um brottreksturinn. Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy. Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Ten Hag var rekinn á mánudaginn eftir dapurt gengi United í úrvalsdeildinni, en hann skildi við liðið í 14. sæti. Liðið er sæti ofar eftir 1-1 jafntefli við Chelsea á heimavelli í dag, en hefur aðeins unnið þrjá af tíu deildarleikjum sínum til þessa. Fyrirliðinn Fernandes, sem skoraði mark United úr víti í dag, sagðist eftir leik hafa beðið Ten Hag afsökunar á sínum þætti í því að Hollendingurinn hefði verið látinn fara frá félaginu. „Það er auðveldara að losa sig við stjóra heldur en fimmtán leikmenn. Ég ræddi við stjórann og bað hann afsökunar. Ég var vonsvikinn yfir því að hann skyldi þurfa að hætta og ég reyndi að hjálpa honum. Ég skoraði hins vegar engin mörk, við höfum ekki verið að skora mörk, og mér finnst ég bera ábyrgð,“ sagði Fernandes samkvæmt frétt The Guardian. „Ekki gott fyrir neinn hjá félaginu“ Fernandes fær brátt landa sinn Ruben Amorim sem stjóra en fyrsti leikur United undir hans stjórn verður þó ekki fyrr en eftir landsleikjahléið sem hefst eftir rúma viku. Sá leikur verður gegn Ipswich á útivelli 24. nóvember, og fyrstu heimaleikirnir verða svo gegn Bodö/Glimt í Evrópudeildinni 28. nóvember og við Everton 1. desember. „Við vitum að Erik er farinn og það er ekki gott fyrir neinn hjá félaginu þegar stjórinn fer. Liðið er ekki upp á sitt besta, úrslitin eru ekki þau bestu og hann er sá sem það bitnar á. Það er alltaf þannig þegar stjóri er látinn fara að maður verður að taka hluta af sökinni á sig. Þetta gerðist vegna þess að liðið stóð sig ekki nógu vel,“ sagði Fernandes. Ruud van Nistelrooy, sem var aðstoðarmaður Ten Hag, stýrir United í alls fjórum leikjum þangað til að Amorim tekur við. Hann var spurður út í afsökunarbeiðni Fernandes: „Þetta hafa verið sex mjög erfiðir dagar. Mikill tilfinningarússíbani. Ég var mjög hryggur yfir því að sjá á eftir Erik. Daginn eftir þurfti samt að einbeita sér að leik við Leicester því það mæta 75.000 manns á Old Trafford og strákunum finnst þeim bera skylda til að gera betur. Þeir horfa á sig í speglinum og viðbrögð þeirra í þeim leik og í dag sýna að þeir hugsa um hlutina,“ sagði Van Nistelrooy.
Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira