Steindi ætlar að koma með titilinn heim Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. ágúst 2019 06:30 Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Stífar æfingar voru í gangi þegar Fréttablaðið náði tali af Steinþóri Hróari Steinþórssyni. Hann keppir fyrir Íslands hönd í heimsmeistaramótinu í luftgítar sem fram fer í finnsku borginni Oulu. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Steindi segir að listamaðurinn Sjón eigi heiðurinn af hinu nýja nafni. Sjón hefur verið ráðgjafi Steinda í ferlinu. Hann var sjálfur frumkvöðull í luftgítar á heimsvísu er hann lék með Sykurmolunum og kallaði sig Johnny Triumph. „Það er alltaf verið að taka hluti af Íslendingum, við fundum Ameríku, við fundum upp kokteilsósuna. Ég ætla að koma með þennan titil heim,“ segir Steindi ákveðinn. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ segir Steindi. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Líkt og Hatari gerði í Eurovision vill Steindi reyna að nýta tækifærið til að koma pólitískum skilaboðum á framfæri. „Pútín er að lenda í Helsinki í dag. Hann veit að það eru margir Rússar að keppa hérna. Ef hann kemur á keppnina reyni ég að ná tali af honum undir fjögur augu,“ segir Steindi áður en hann heldur aftur til æfinga.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira