Sitja pikkföst í umferð vegna malbikunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2019 08:37 Verið er að malbika stóran kafla á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur þennan morguninn. Vísir/vilhelm Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi hafa sett svip á umferðina úr Mosfellsbæ þennan morguninn. Argur ökumaður hringdi í fréttastofuna í morgun og sagðist sitja pikkfastur í umferðinni. Hann væri að reyna að keyra frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til borgarinnar en orðið lítið ágengt. Eftir 15 mínútur í bílaröðinni væri hann „ekki einu sinni kominn upp á Vesturlandsveg,“ eins og ökumaðurinn orðaði það. Sjálfur áætlaði hann að umferð samviskusamra framhalds- og háskólanema kynni að vera skýringin, sem nú væru farnir að mæta í stríðum straumum í skólana eftir sumarfrí. Vegagerðin leggur þó til líklegri skýringu á umferðarþunganum. Unnið sé að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Fyrir vikið þarf öll morgunumferðin að sameinast á eina akrein á löngum kafla. Vinnan hófst klukkan 6 í morgun og áætlað er að hún muni standa yfir til klukkan 18 síðdegis. Höfuðborgarsvæðið: Miðvikudaginn 21. ágúst verður unnið að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. - Áætlað er að vinnan standi frá kl. 06:00 til kl. 18:00. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 21, 2019 Bílar Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi hafa sett svip á umferðina úr Mosfellsbæ þennan morguninn. Argur ökumaður hringdi í fréttastofuna í morgun og sagðist sitja pikkfastur í umferðinni. Hann væri að reyna að keyra frá Lágafellsskóla í Mosfellsbæ til borgarinnar en orðið lítið ágengt. Eftir 15 mínútur í bílaröðinni væri hann „ekki einu sinni kominn upp á Vesturlandsveg,“ eins og ökumaðurinn orðaði það. Sjálfur áætlaði hann að umferð samviskusamra framhalds- og háskólanema kynni að vera skýringin, sem nú væru farnir að mæta í stríðum straumum í skólana eftir sumarfrí. Vegagerðin leggur þó til líklegri skýringu á umferðarþunganum. Unnið sé að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Fyrir vikið þarf öll morgunumferðin að sameinast á eina akrein á löngum kafla. Vinnan hófst klukkan 6 í morgun og áætlað er að hún muni standa yfir til klukkan 18 síðdegis. Höfuðborgarsvæðið: Miðvikudaginn 21. ágúst verður unnið að því að fræsa og malbika aðra akreinina á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. - Áætlað er að vinnan standi frá kl. 06:00 til kl. 18:00. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) August 21, 2019
Bílar Mosfellsbær Samgöngur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira