Mussila fékk gullverðlaun Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 07:45 Þessi mynd var tekin þegar Margrét tók við Comenius-menntaverðlaununum í júní. Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Margrét J. Sigurðardóttir er höfundur tölvuleiksins Mussila, sem börn víðs vegar um heim læra tónlist í gegnum. Nýlega fékk Mussila gullverðlaunin Parents Choice Awards sem besta appið. „Þetta eru stærstu verðlaun sem við höfum fengið hingað til. Þau eru okkur gríðarlega mikilvæg því við erum á markaði sem er krefjandi að fara inn á,“ segir Margrét og bendir á að þarna sé notandinn annar en sá sem þarf að kaupa vöruna. „Dómnefndin er skipuð foreldrum sem leita að besta barnaefninu hverju sinni og hún veitir okkur gullverðlaunin. Það hefur mikið að segja fyrir framtíð okkar.“ Í júní síðastliðnum fékk Mussila Comenius-menntaverðlaun sem besta smáforritið og í nóvember 2018 þýsku námsgagnaverðlaunin Pedoegococal Media Awards fyrir besta stafræna efnið fyrir börn. Í heild hafa yfir 500 þúsund notendur náð sér í leikinn víðs vegar um heim. Upphaflega var hann frír, síðan jókst fræðslugildi hans og nú er áskriftarmódel komið á markað. En hvernig hugkvæmdist Margréti þessi leið til tónlistarkennslu? „Þar leiddi eitt af öðru. Ég hafði verið með Hallfríði Ólafsdóttur í verkefninu Maxímús Músikús og við létum gera tölvuleik sem gekk vel. Þá fékk ég sterka trú á að þessi leið hentaði vel, ekki síst í kennslu á nótnalestri og tónfræði. Þegar okkar samstarfi lauk fór ég út í hana af fullum krafti og fyrirtækið Mussila var stofnað 2015. Þar starfa nú fimm manns.“ Söguna rekur Margrét reyndar lengra aftur. Sjálf kveðst hún hafa spilað eftir eyranu frá því hún man eftir sér en einnig farið akademíska leið. „Nótnalesturinn og tónfræðin varð svolítið út undan en þegar ég tók það loksins föstum tökum sá ég svolítið eftir að hafa ekki lært það almennilega í upphafi námsins, þá hefði mér gengið mun betur.“ Hún telur nótur eitthvað sem eigi að kenna börnum á sama tíma og þau læri að lesa. „Þegar spjaldtölvan kom 2010 sá ég strax möguleikana í að nýta hana, því það er svolítill þröskuldur að yfirfæra tónlistina á blað og öfugt, en í tölvunni læra börnin jafnóðum gegnum leik.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Leikjavísir Tónlist Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira